Burt með einkaþoturnar! Stefán Pálsson skrifar 3. mars 2022 14:01 Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri. Það er þó ekki þar með sagt að öll flugstarfsemi sé jafn velkomin eða æskileg á flugvellinum. Þann 19. apríl árið 2013 undirrituðu t.a.m. þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra samkomulag um ýmis atriði tengd rekstri Reykjavíkurflugvallar. Í því var ákvæði þess efnis að allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hernaðarlegrar starfsemi yrði hætt á flugvellinum, með þeirri einu undantekningu þegar nota þyrfi hann sem varaflugvöll eða í björgunarstörfum. Þetta góða samkomulag var hluti af áformum þáverandi borgarstjóra um að banna með öllu heræfingar í landi Reykjavíkur, markmið sem því miður náði ekki fram að ganga en brýnt er að endurvekja á næsta kjörtímabili. Á sama hátt og borg og ríki úthýstu herflugvélunum af Reykjavíkurflugvelli fyrir tæpum áratug í samræmi við friðarstefnu borgarinnar, er sjálfsagt að huga að því nú að losna við einkaþoturnar af vellinum í anda loftslagsmarkmiða Reykjavíkur. Á degi hverjum má sjá fjölda þessara farartækja í grennd við gamla Loftleiðahótelið. Þessum vélum fylgir bensínstybba sem nágrannar kvarta yfir og hljóðmengun, því öfugt við innanlandsflugið þá lenda einkaþoturnar á öllum tímum sólarhringsins. Fram hefur komið að stöðugjöldin sem eigendur þeirra greiði á flugvellinum séu á pari við það sem kostar að leggja fólksbíl miðsvæðis í borginni. Meginröksemdin fyrir því að stugga einkaflugvélunum til Keflavíkurflugvallar (ef ekki lengra) er þó umhverfisleg. Vart er hægt að hugsa sér meira mengandi samgöngumáta en einkaþotur auðkýfinga. Kolefnisfótspor slíkra ferðalaga er svimandi og siðleysið þeim mun meira í ljósi þess að í langflestum tilfellum er tilgangurinn sá eini að stytta örlítið ferðatíma milljónamæringa og tryggja að þeir þurfi ekki að umgangast venjulegt fólk. Einkaþotur eru siðferðislegt gjaldþrot. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun eiga stjórnvöld ekki að greiða leið þeirra sem kjósa að níðast á jörðinni á ferðum sínum um hana. Ef flutningur einkaþotuflugsins frá Reykjavík verður til að fækka þessum ferðum eitthvað, væri góður sigur unnin. Hinum ríku er ekkert of gott að taka flugrútuna í bæinn. Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Vinstri græn Fréttir af flugi Stefán Pálsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri. Það er þó ekki þar með sagt að öll flugstarfsemi sé jafn velkomin eða æskileg á flugvellinum. Þann 19. apríl árið 2013 undirrituðu t.a.m. þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra samkomulag um ýmis atriði tengd rekstri Reykjavíkurflugvallar. Í því var ákvæði þess efnis að allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hernaðarlegrar starfsemi yrði hætt á flugvellinum, með þeirri einu undantekningu þegar nota þyrfi hann sem varaflugvöll eða í björgunarstörfum. Þetta góða samkomulag var hluti af áformum þáverandi borgarstjóra um að banna með öllu heræfingar í landi Reykjavíkur, markmið sem því miður náði ekki fram að ganga en brýnt er að endurvekja á næsta kjörtímabili. Á sama hátt og borg og ríki úthýstu herflugvélunum af Reykjavíkurflugvelli fyrir tæpum áratug í samræmi við friðarstefnu borgarinnar, er sjálfsagt að huga að því nú að losna við einkaþoturnar af vellinum í anda loftslagsmarkmiða Reykjavíkur. Á degi hverjum má sjá fjölda þessara farartækja í grennd við gamla Loftleiðahótelið. Þessum vélum fylgir bensínstybba sem nágrannar kvarta yfir og hljóðmengun, því öfugt við innanlandsflugið þá lenda einkaþoturnar á öllum tímum sólarhringsins. Fram hefur komið að stöðugjöldin sem eigendur þeirra greiði á flugvellinum séu á pari við það sem kostar að leggja fólksbíl miðsvæðis í borginni. Meginröksemdin fyrir því að stugga einkaflugvélunum til Keflavíkurflugvallar (ef ekki lengra) er þó umhverfisleg. Vart er hægt að hugsa sér meira mengandi samgöngumáta en einkaþotur auðkýfinga. Kolefnisfótspor slíkra ferðalaga er svimandi og siðleysið þeim mun meira í ljósi þess að í langflestum tilfellum er tilgangurinn sá eini að stytta örlítið ferðatíma milljónamæringa og tryggja að þeir þurfi ekki að umgangast venjulegt fólk. Einkaþotur eru siðferðislegt gjaldþrot. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun eiga stjórnvöld ekki að greiða leið þeirra sem kjósa að níðast á jörðinni á ferðum sínum um hana. Ef flutningur einkaþotuflugsins frá Reykjavík verður til að fækka þessum ferðum eitthvað, væri góður sigur unnin. Hinum ríku er ekkert of gott að taka flugrútuna í bæinn. Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun