Burt með einkaþoturnar! Stefán Pálsson skrifar 3. mars 2022 14:01 Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri. Það er þó ekki þar með sagt að öll flugstarfsemi sé jafn velkomin eða æskileg á flugvellinum. Þann 19. apríl árið 2013 undirrituðu t.a.m. þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra samkomulag um ýmis atriði tengd rekstri Reykjavíkurflugvallar. Í því var ákvæði þess efnis að allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hernaðarlegrar starfsemi yrði hætt á flugvellinum, með þeirri einu undantekningu þegar nota þyrfi hann sem varaflugvöll eða í björgunarstörfum. Þetta góða samkomulag var hluti af áformum þáverandi borgarstjóra um að banna með öllu heræfingar í landi Reykjavíkur, markmið sem því miður náði ekki fram að ganga en brýnt er að endurvekja á næsta kjörtímabili. Á sama hátt og borg og ríki úthýstu herflugvélunum af Reykjavíkurflugvelli fyrir tæpum áratug í samræmi við friðarstefnu borgarinnar, er sjálfsagt að huga að því nú að losna við einkaþoturnar af vellinum í anda loftslagsmarkmiða Reykjavíkur. Á degi hverjum má sjá fjölda þessara farartækja í grennd við gamla Loftleiðahótelið. Þessum vélum fylgir bensínstybba sem nágrannar kvarta yfir og hljóðmengun, því öfugt við innanlandsflugið þá lenda einkaþoturnar á öllum tímum sólarhringsins. Fram hefur komið að stöðugjöldin sem eigendur þeirra greiði á flugvellinum séu á pari við það sem kostar að leggja fólksbíl miðsvæðis í borginni. Meginröksemdin fyrir því að stugga einkaflugvélunum til Keflavíkurflugvallar (ef ekki lengra) er þó umhverfisleg. Vart er hægt að hugsa sér meira mengandi samgöngumáta en einkaþotur auðkýfinga. Kolefnisfótspor slíkra ferðalaga er svimandi og siðleysið þeim mun meira í ljósi þess að í langflestum tilfellum er tilgangurinn sá eini að stytta örlítið ferðatíma milljónamæringa og tryggja að þeir þurfi ekki að umgangast venjulegt fólk. Einkaþotur eru siðferðislegt gjaldþrot. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun eiga stjórnvöld ekki að greiða leið þeirra sem kjósa að níðast á jörðinni á ferðum sínum um hana. Ef flutningur einkaþotuflugsins frá Reykjavík verður til að fækka þessum ferðum eitthvað, væri góður sigur unnin. Hinum ríku er ekkert of gott að taka flugrútuna í bæinn. Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Vinstri græn Fréttir af flugi Stefán Pálsson Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Þótt ýmsir horfi með áhuga til þeirra framkvæmda sem ráðast mætti í á flugvallarsvæðinu má þó segja að býsna víðtæk pólitísk sátt ríki um að flugvöllurinn muni ekki víkja fyrr en búið sé að finna innanlandsfluginu jafn góðan stað eða betri. Það er þó ekki þar með sagt að öll flugstarfsemi sé jafn velkomin eða æskileg á flugvellinum. Þann 19. apríl árið 2013 undirrituðu t.a.m. þeir Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra samkomulag um ýmis atriði tengd rekstri Reykjavíkurflugvallar. Í því var ákvæði þess efnis að allri umferð herflugvéla og flugs í þágu hernaðarlegrar starfsemi yrði hætt á flugvellinum, með þeirri einu undantekningu þegar nota þyrfi hann sem varaflugvöll eða í björgunarstörfum. Þetta góða samkomulag var hluti af áformum þáverandi borgarstjóra um að banna með öllu heræfingar í landi Reykjavíkur, markmið sem því miður náði ekki fram að ganga en brýnt er að endurvekja á næsta kjörtímabili. Á sama hátt og borg og ríki úthýstu herflugvélunum af Reykjavíkurflugvelli fyrir tæpum áratug í samræmi við friðarstefnu borgarinnar, er sjálfsagt að huga að því nú að losna við einkaþoturnar af vellinum í anda loftslagsmarkmiða Reykjavíkur. Á degi hverjum má sjá fjölda þessara farartækja í grennd við gamla Loftleiðahótelið. Þessum vélum fylgir bensínstybba sem nágrannar kvarta yfir og hljóðmengun, því öfugt við innanlandsflugið þá lenda einkaþoturnar á öllum tímum sólarhringsins. Fram hefur komið að stöðugjöldin sem eigendur þeirra greiði á flugvellinum séu á pari við það sem kostar að leggja fólksbíl miðsvæðis í borginni. Meginröksemdin fyrir því að stugga einkaflugvélunum til Keflavíkurflugvallar (ef ekki lengra) er þó umhverfisleg. Vart er hægt að hugsa sér meira mengandi samgöngumáta en einkaþotur auðkýfinga. Kolefnisfótspor slíkra ferðalaga er svimandi og siðleysið þeim mun meira í ljósi þess að í langflestum tilfellum er tilgangurinn sá eini að stytta örlítið ferðatíma milljónamæringa og tryggja að þeir þurfi ekki að umgangast venjulegt fólk. Einkaþotur eru siðferðislegt gjaldþrot. Á tímum baráttu gegn hamfarahlýnun eiga stjórnvöld ekki að greiða leið þeirra sem kjósa að níðast á jörðinni á ferðum sínum um hana. Ef flutningur einkaþotuflugsins frá Reykjavík verður til að fækka þessum ferðum eitthvað, væri góður sigur unnin. Hinum ríku er ekkert of gott að taka flugrútuna í bæinn. Höfundur er sagnfræðingur og frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun