Einnig hefur borist tilkynning um að eggjum hafi verið kastað í húsið um helgina, að sögn Guðmunds Péturs Guðmundssonar, lögreglufulltrúa á Hverfisgötu.
Rússneskir fjölmiðlar höfðu það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, á mánudag að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfesti þá að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið á sunnudag, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu, sagði að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði.
„Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Yfirlögregluþjónninn tók jafnframt fram að mótmæli við sendiráðið hafi farið friðsamsamlega fram.


