Allir í Nató, en hver vill borga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. mars 2022 07:32 Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun