Allir í Nató, en hver vill borga? Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. mars 2022 07:32 Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það liggur fyrir samþykkt meðal aðildarríkja Atlandshafsbandalagsins um að öll aðildarríkin verði búin árið 2024 að hækka útgjöld sín til hermála upp í 2 prósent af landsframleiðslu. Það gera um 71,3 milljarðar króna á ári fyrir Íslendinga miðað við landsframleiðslu þessa árs. 78,6 milljarðar króna árið 2024, miðað við spár um landsframleiðslu það árið. Og svo sambærilegar upphæðir hvert ár eins lengi og Atlandshafsbandalagið vill. Hernaðarútgjöld verða 60% af rekstri sjúkrahús Það er þetta sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er að vísa til þegar hún segir að Íslendingar muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Nató; að við munum verða þjóð meðal þjóða, eins og hún orðar það. Í fjárlögum fyrir 2022 er gert ráð fyrir rétt rúmum þremur milljörðum til öryggis- og varnarmála. Það eru um 0,08% af landsframleiðslu. Til að standast kröfur Nató, sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, munum við þurfa að hækka þessa fjárhæð um 68.300 miljónir króna miðað við landsframleiðslu og framlög þessa árs. Til samanburðar fara í ár um 115 milljarðar króna úr ríkissjóði til allra sjúkrahúsa á landinu. Vangreidd framlög til hervæðingar eru álíka og um 60% af kostnaði ríkissjóðs við sjúkrahúsrekstur. Ef hækka ætti skatta til að afla þessara fjármuna til hervæðingar þyrfti að hækka tekjuskatt einstaklinga um 31%. Fyrirsjáanleg aukin útgjöld til hermála eru því áfall fyrir ríkissjóðs og heimilin í landinu sem slagar upp í áfallið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Og þetta er ekki tímabundið ástand sem hægt er að bíða af sér. Þetta eru útgjöld sem við erum skuldbundin að uppfylla mörg næstu ár, áratugi líkast til. 20 þúsund milljörðum meira í hernað Mörg lönd Nató hafa nýverið samþykkt að flýta því að uppfylla þessi skilyrði, t.d. Þýskaland og Danmörk. Þegar öll lönd hafa gengist undir kröfuna má ætla að samanlögð útgjöld Natóríkjanna til hermála hækki úr 135 þúsund milljörðum króna árlega í 155 þúsund milljarða. Bandaríkin eyða nú þegar mun meira en 2% af landsframleiðslu í hervæðingu svo árleg hækkun um 20 þúsund milljarða króna kemur svo til öll frá Evrópu. Fyrir þessa hækkun voru hernaðarútgjöld Natóríkjanna um 57% af öllum hernaðarútgjöldum í heiminum. Mögulega mun það hlutfall hækka, en líklega mun hernaðaruppbygging Natóríkjanna setja af stað vopnakapphlaup sem auka mun hernaðarútgjöld víða um heim. Er þetta skynsamleg ráðstöfunar fjármuna í heiminum í dag? Eru fleiri vopn það helsta sem heimurinn þarfnast nú? Alltaf frið fremur en ófrið Auðvitað er svarið nei. Aukin útgjöld til hermála munu draga úr útgjöldum til velferðarmála og auka á ójöfnuð, bæði innan ríkja og milli ríkja. Framlög Vesturveldanna til þróunaraðstoðar til fátækari landa munu minnka en framlög þeirra til hernaðaruppbyggingar í hinu fátæka suðri munu aukast. Við munum uppskera verri heim. Og við munum ekki uppskera frið. Aukin hernaðaruppbygging og hernaðarhyggja mun grafa enn frekar undan friði og auka hættu á stríðsátökum. Lönd heimsins munu skipa sér í fylkingar sem munu stilla sér upp á móti hver annarri. Samskipti verða minni, afmennskun andstæðingsins mun fóðra hatur og magna upp ágreining. Hvers vegna erum við að taka þátt í þessu? Hvers vegna ættum við að fórna 70-80 milljörðum króna árlega næstu árin á altari stríðsæsinga þar sem mögnuð er upp ógn af innrás í landið, ógn sem enginn getur þó réttlætt með neinum rökum? Hvers vegna tölum við ekki fyrir friðsamlegri lausn? Er friður ekki allra hagur? Það mætti allt eins gefa Rússum þetta fé Í raun væri skynsamlegra að bjóða Rússum að hirða þessa 20 þúsund milljarða króna árlega, sem ráðgert er að verja í aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, gegn því að þeir láti af hernaði gagnvart nágrönnum sínum og dragi úr vígbúnaði heima fyrir. Það myndi spara hernaðaruppbyggingu í fátækari löndum og örugglega bæta rússneskt samfélag meira en refsiaðgerðirnar sem búið er að setja á. Og fyrirmyndin er til. Ríki Evrópu greiddu Dönum skaðabætur fyrir að opna Eyrarsund, hætta innheimtu tolla og láta af útþenslustefnu sinni. Og dæmin eru fleiri. En auðvitað væri best ef þessir fjármunir færu í að byggja upp betri samfélög um allan heim. En ég nefni þetta hér vegna þess að það er augljóst að þessum fjármunum ætti síst af öllu að verja til vopnakaupa, hernaðaruppbyggingar og hervæðingar samfélaganna. Höfundur er friðarsinni
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar