Framtíð okkar í Evrópu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2022 12:00 Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ljóst er að innrásin í Úkraínu mun hafa mikil og langvarandi áhrif á sviði alþjóðamála og innan allrar Evrópu. Þegar friði og lýðræði er ógnað með þeim hætti sem við sjáum í dag kallar það á viðeigandi viðbrögð af okkar hálfu. Við höfum þegar sýnt samstöðu og veitt stuðning vegna innrásarinnar og því verður haldið áfram eins lengi og þarf til. En við eigum líka að endurmeta eigin stöðu, meta alla kosti og horfa til framtíðar. Rétt eins og nágrannaríki okkar í Evrópu gera um þessar mundir. Nú sjáum við Evrópuríkin efla varnir sínar og tala fyrir nánara samstarfi innan Evrópusambandsins. Til að standa betur vörð um lýðræði, mannréttindi og frið í álfunni. Á sama tíma hafa evrópsk nágrannaríki Rússlands sótt um aðild að Evrópusambandinu. Þau eru ekki í neinum vafa um kosti sambandsins fyrir eigið öryggi og sjálfstæði. En hagsmunir okkar eru líka samofnir hagsmunum Evrópusambandsins og umbætur síðustu ára oftar en ekki borist hingað að utan. Hvort sem litið er til mannréttinda, neytendaverndar, samkeppnismála eða loftslagsmála. Það hefur reynst okkur vel þegar stjórnvöld draga lappirnar í hverju málinu á fætur öðru. Evrópusambandið er nefnilega það bandalag sem beitir sér hvað harðast fyrir mannréttindum, friði og frjálslyndu lýðræði í heiminum. Það er því miður ekki sjálfgefið. Þar fyrir utan hefur sambandið nú tekið forystu í umhverfis- og loftslagsmálum. Sama hvað um ræðir þá leiðir Evrópusambandið lestina í átt að bættum heimi. Því sambandið er fyrst og fremst friðarbandalag. Umræðan um Evrópusambandið snýst ekki síður um mikilvægi þess að Ísland verði hluti af stærra samfélagi sem stendur vörð um frið og mannréttindi. Samfélag þar sem frjálslyndið er í hávegum haft og lýðræðið fær að njóta sín. Samfélag sem tryggir stöðugleika og sátt. Þjóð meðal þjóða Áhrifa Evrópusambandsins gætir víða en eins og staðan er núna höfum við ekkert um þau að segja. Mikilvægt er fyrir okkur öðlast sterkari rödd á þeim vettvangi þar sem svo margar ákvarðanir eru þegar teknar. Ákvarðanir sem hafa verulega þýðingu fyrir okkar daglega líf og samfélagið í heild. En stjórnvöld neita að horfa á heildarmyndina. Þá þýðir sennilega lítið að benda til þess mikla hlutfallslega fjölda þingmanna sem við fengjum á Evrópuþinginu eða til þeirrar staðreyndar að með fullri aðild fengjum við fulltrúa í framkvæmdastjórn og ráðgjafaráði til jafns við önnur aðildarríki sambandsins. Það myndi efla áhrifastöðu okkar til muna og veita okkur mikilvæg tækifæri nú þegar við höfum enga slíka viðveru fyrir. Staða okkar sem þjóðar styrkist þegar við komum beint að mótun þeirra reglna sem við þurfum að fylgja. Við eflum sjálfsákvörðunarrétt okkar þegar við getum beitt rödd okkar enn frekar og tekið þátt með virkari hætti. Það skerðir ekki fullveldi okkar, það eflir það. Það veikir ekki lýðræðið, það styrkir það. Þátttaka Íslands á alþjóðasviðinu hefur í gegnum árin sýnt okkur hvernig fámenn þjóð getur beitt rödd sinni með árangursríkum hætti og notið góðs af samstarfinu við önnur ríki. Þar ber helst að nefna þátttöku okkar innan NATÓ, Schengen og Sameinuðu Þjóðanna, líkt og með ályktun okkar innan Mannréttindaráðins gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Filippseyjum. En nú viljum við styrkja þessa rödd okkar enn frekar. Spyrjum þjóðina En hvað með að láta þetta í hendur þjóðarinnar? Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi er rétt og löngu tímabært að bera málið beint undir þjóðina. Niðurstöður síðustu þingkosninga ættu ekki að binda hendur okkar í þeim efnum. Stundum kalla aðstæður á aukið samráð og samtal við þjóðina. Nú er heimsmyndin breytt og verulegar viðhorfsbreytingar átt sér stað meðal almennings. Fyrir þær sakir, en ekki síst í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, er rétt að leggja málin í hendur þjóðarinnar og láta hana um næstu skref. Treystum þjóðinni til að taka beina ákvörðun um hennar hag og framtíð í þessum efnum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun