Af hverju lögreglufræði? Þórveig Unnar Traustadóttir skrifar 24. mars 2022 18:31 Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun