Ég biðst afsökunar…en áfram gakk og gleymum þessu nú, eins og öllu öðru! Bjarki Eiríksson skrifar 5. apríl 2022 10:01 Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun