Bjarga geðdeildir lífi fólks eða hvað? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 6. apríl 2022 09:00 Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Píratar Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu. Þegar einstaklingur gengur svo út af geðdeild, þá vonast hann til þess að heilbrigðiskerfinu sé umhugað um hvað verður um hann og styðji i bataferlinu. Því miður er það þó svo að heilbrigðiskerfið fylgist ekki með því hvað verður um einstaklinginn eftir innlögn, viðtal eða annars konar aðhlynningu vegna sjálfsvígshugsana og einungis brot af einstaklingum fá göngudeildarþjónustu. Hætta á sjálfsvígi krefst eftirfylgni Raunin er sú að heilbrigðisráðuneytið veit ekki hversu margir, sem leitað hafa til geðdeilda síðast liðin ár vegna sjálfsvígshugsana/tilrauna, hafa síðan fallið fyrir eigin hendi. Sömuleiðis hafa geðdeildir ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem vísað var frá. Þegar ég las svar heilbrigðisráðherra við þessari fyrirspurn minni kom í ljós að hvorki ráðuneytið né geðdeildir landsins hafa hugmynd um hvort viðbrögð þeirra hjálpi í raun og veru þeim sem eru í sjálfsvígshættu til lengri tíma litið. Þessar upplýsingar sýna enn og aftur alvarlega vanrækslu af hálfu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum landsins. 47 manneskjur árið 2020 Þarna er verið að tala um sjúkdóm sem tók 47 mannslíf, að minnsta kosti, árið 2020 og þá er enginn aldurshópur undanskilinn. Jafnt börn sem aldraðir hafa fallið fyrir eigin hendi í örvæntingu sinni þegar engin önnur leið virtist ákjósanleg á því augnabliki. Hvernig má það vera að við vitum ekki hvort þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu sé að virka? Það ætti að vera í forgangi að fylgja þessum einstaklingum eftir í að minnsta kosti ár og vita þá hvort þessir einstaklingar nái bata eða ekki. Þessar upplýsingar eiga að vera fyrir hendi til að geðdeildir landsins viti hvort að bráðaþjónusta eða innlagnir séu raunverulega að virka eða hvort breyta þurfi verklagi í bráðageðheilbrigðisþjónustu landsins. Vita ekki hvort að fórnarlömb sjálfsvíga hafi leitað eftir þjónustu Svarið sem ég fékk frá heilbrigðisráðherra var á þá leið að ekki væri vitað hvort einstaklingar, sem höfðu leitað á geðdeildir landsins, hefðu látist innan árs frá komu. Það er semsagt ekki skoðað hvort að fólk í sjálfsvígshættu taki sitt eigið líf eftir þjónustu á þriðju línu heilbrigðisstofnun. Það er í besta falli vanræksla en í versta falli er ekki verið að koma í veg fyrir ótímabæran dauða tæplega fimmtíu einstaklingum á ári. Heilbrigðisráðuneytið veit því ekki hvort að geðdeildir landsins bjarga lífi fólks eða ekki. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun