Ákvörðunin „stór og rétt“ Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 20:32 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spyr hvers vegna stjórnvöld senda ekki sendiherra Rússa úr landi. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir. Framferði Rússa í Bútsja hefur verið lýst sem hreinum og klárum stríðsglæpum og viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa. Ítalir, Danir, Svíar, Spánverjar og Slóvenar, svo einhverjar Evrópuþjóðir séu nefndar, hafa vísað tugum rússneskra sendiráðsstarfsmanna úr landi á undanförnum dögum. Talsmenn Rússa hafa sagt þær ákvarðanir allar til marks um skammsýni, enda geri þær samskiptin bara erfiðari. Utanríkisráðherra segir að Íslendingar séu, í takt við aðrar þjóðir, komnir skrefinu nær því að senda starfsmenn Rússa úr landi. Það er vitað mál að starfsmenn rússneskra stjórnvalda eru iðnir við að afla upplýsinga um Íslendinga, sem svo gagnast Rússum. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað stíga skrefið enn þá. „Það er hreyfing á þessu að ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breytast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þingmaður Viðreisnar vill að gengið sé lengra og spyr hvers vegna rússneska sendiherranum sé ekki vísað úr landi. „Já, það gæti þýtt að diplómatar Íslands í Rússlandi verði þá líka reknir heim. En forseti, það er í samhengi hlutanna þolanlegt. Ég stend ekki hér og tala fyrir því að senda starfsmenn rússneska sendiráðsins úr landi vegna þess að ég skilji ekki að það er stór ákvörðun. Ég geri það einmitt vegna þess að ég skil hversu stór sú ákvörðun er. Hún stór og hún er rétt,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Utanríkismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Framferði Rússa í Bútsja hefur verið lýst sem hreinum og klárum stríðsglæpum og viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa ekki látið á sér standa. Ítalir, Danir, Svíar, Spánverjar og Slóvenar, svo einhverjar Evrópuþjóðir séu nefndar, hafa vísað tugum rússneskra sendiráðsstarfsmanna úr landi á undanförnum dögum. Talsmenn Rússa hafa sagt þær ákvarðanir allar til marks um skammsýni, enda geri þær samskiptin bara erfiðari. Utanríkisráðherra segir að Íslendingar séu, í takt við aðrar þjóðir, komnir skrefinu nær því að senda starfsmenn Rússa úr landi. Það er vitað mál að starfsmenn rússneskra stjórnvalda eru iðnir við að afla upplýsinga um Íslendinga, sem svo gagnast Rússum. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki viljað stíga skrefið enn þá. „Það er hreyfing á þessu að ég útiloka ekkert hvort okkar mat kunni að breytast,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þingmaður Viðreisnar vill að gengið sé lengra og spyr hvers vegna rússneska sendiherranum sé ekki vísað úr landi. „Já, það gæti þýtt að diplómatar Íslands í Rússlandi verði þá líka reknir heim. En forseti, það er í samhengi hlutanna þolanlegt. Ég stend ekki hér og tala fyrir því að senda starfsmenn rússneska sendiráðsins úr landi vegna þess að ég skilji ekki að það er stór ákvörðun. Ég geri það einmitt vegna þess að ég skil hversu stór sú ákvörðun er. Hún stór og hún er rétt,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á Alþingi í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Viðreisn Utanríkismál Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55