Magnús segir þungbært að sjá greiddar bætur til fólks sem kom fjórmenningunum í fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2022 07:51 Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Magnús Leópoldsson, einn þeirra fjögurra sem sat að ósekju rúma hundrað daga í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir það þungbært fyrir sig og félaga sína horfa upp á fólkið sem dró þá saklausa inn í málið nú fá greiddar „himinháar bætur, án þess að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um hvort og hvað þá hvaða áhrif sök þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.“ Þetta kemur fram í samtali Magnúsar við Fréttablaðið í morgun. Hann gagnrýnir sömuleiðis harðlega aðkomu stjórnmálamanna að því að greiða bætur til þeirra sem komu fjórmenningunum í fangelsi með röngum sakargiftum. Hann hafi á tilfinningunni að verið sé að greiða bætur fyrir að bera á fjórmenningana rangar sakir. Í samtali við blaðið segir Magnús að settur ríkissaksóknari hafi ekki rökstutt nægilega niðurstöðuna, sem leiddi svo til sýknudóms Hæstaréttar. Saksóknari hafa einungis gert kröfu um að rétt væri að sýkna þau Sævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Guðjón Skarphéðinsson af mannshvörfum. Sakfellingar sem snúi að öðrum afbrotum standi hins vegar eftir óhaggaðar, þar með talið rangar sakargiftir. Nefnir Magnús að í hæstarétttardómnum frá 1980 viðurkenni fólkið að það hafi verið samantekin ráð sakborninganna að bendla þá Magnús, Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson – sem oft hafa verið kallaðir Klúbbsmenn í málinu – við málið, torvelda rannsóknina, væntanlega til að dylja eigin glæpi. Rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi ekki einungis snúið að mannshvörfum, heldur einnig nauðgun, þjófnað fjársvik, brennu, skjalafals, smygl og sölu á fíkniefnum og svo rangar sakargiftir. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kemur fram í samtali Magnúsar við Fréttablaðið í morgun. Hann gagnrýnir sömuleiðis harðlega aðkomu stjórnmálamanna að því að greiða bætur til þeirra sem komu fjórmenningunum í fangelsi með röngum sakargiftum. Hann hafi á tilfinningunni að verið sé að greiða bætur fyrir að bera á fjórmenningana rangar sakir. Í samtali við blaðið segir Magnús að settur ríkissaksóknari hafi ekki rökstutt nægilega niðurstöðuna, sem leiddi svo til sýknudóms Hæstaréttar. Saksóknari hafa einungis gert kröfu um að rétt væri að sýkna þau Sævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson og Guðjón Skarphéðinsson af mannshvörfum. Sakfellingar sem snúi að öðrum afbrotum standi hins vegar eftir óhaggaðar, þar með talið rangar sakargiftir. Nefnir Magnús að í hæstarétttardómnum frá 1980 viðurkenni fólkið að það hafi verið samantekin ráð sakborninganna að bendla þá Magnús, Einar Bollason, Valdimar Olsen og Sigurbjörn Eiríksson – sem oft hafa verið kallaðir Klúbbsmenn í málinu – við málið, torvelda rannsóknina, væntanlega til að dylja eigin glæpi. Rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi ekki einungis snúið að mannshvörfum, heldur einnig nauðgun, þjófnað fjársvik, brennu, skjalafals, smygl og sölu á fíkniefnum og svo rangar sakargiftir.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira