Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 11:05 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, fór á fund lögreglunnar á Vesturlandi á miðvikudaginn fyrir páska og kærði styttustuldinn. SNÆFELLSBÆR/VÍSIR/ARNAR Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. Þetta staðfestir Kristinn í samtali við Vísi. Hann mætti til lögreglunnar á Vesturlandi á miðvikudaginn fyrir páska og kærði þá stuldinn. Hann segist vita til þess að listakonurnar tvær – sem sem hafi nýtt styttuna sem hluta af listaverki fyrir utan Nýlistasafnið á Granda í Reykjavík – hafi verið komnar með símanúmer hans og tölvupóst í byrjun síðustu viku en að þar sem hann hafi ekkert heyrt í þeim hafi hann ákveðið að kæra stuldinn. „Ég gerði mér grein fyrir því að þetta væri fullreynt,“ segir Kristinn. Jón Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé á borði lögreglu og sé til rannsóknar. Hann segist gera ráð fyrir að málið verði unnið í samstarfi við lögreglu á höfuðborgarsvæðinu þar sem vitað sé af styttunni í Reykjavík. Styttan á Laugarbrekku er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra Þorfinnssyni.REGÍNA HRÖNN/GUÐMUNDUR MÁR ÍVARSSON Sögðu styttuna „rasíska“ Greint var frá því fyrir um tveimur vikum að styttunni af Guðríði hafi verið stolið af stöpli sínum. Nokkrum dögum síðar birtist styttan inni í listaverki þeirra Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur – geimflaug með styttuna af Guðríði. Þær Bryndís og Steinunn nefndu verkið „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Sögðu þær styttuna af Guðríði vera „rasíska“. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í samtali við fréttastofu. Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1939. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Lögreglumál Reykjavík Menning Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Þetta staðfestir Kristinn í samtali við Vísi. Hann mætti til lögreglunnar á Vesturlandi á miðvikudaginn fyrir páska og kærði þá stuldinn. Hann segist vita til þess að listakonurnar tvær – sem sem hafi nýtt styttuna sem hluta af listaverki fyrir utan Nýlistasafnið á Granda í Reykjavík – hafi verið komnar með símanúmer hans og tölvupóst í byrjun síðustu viku en að þar sem hann hafi ekkert heyrt í þeim hafi hann ákveðið að kæra stuldinn. „Ég gerði mér grein fyrir því að þetta væri fullreynt,“ segir Kristinn. Jón Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé á borði lögreglu og sé til rannsóknar. Hann segist gera ráð fyrir að málið verði unnið í samstarfi við lögreglu á höfuðborgarsvæðinu þar sem vitað sé af styttunni í Reykjavík. Styttan á Laugarbrekku er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra Þorfinnssyni.REGÍNA HRÖNN/GUÐMUNDUR MÁR ÍVARSSON Sögðu styttuna „rasíska“ Greint var frá því fyrir um tveimur vikum að styttunni af Guðríði hafi verið stolið af stöpli sínum. Nokkrum dögum síðar birtist styttan inni í listaverki þeirra Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur – geimflaug með styttuna af Guðríði. Þær Bryndís og Steinunn nefndu verkið „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Sögðu þær styttuna af Guðríði vera „rasíska“. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í samtali við fréttastofu. Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1939. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Lögreglumál Reykjavík Menning Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31
„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00