Skuldadagar í Reykjavíkurborg Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:00 Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun