Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. apríl 2022 13:01 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem stundar m.a. skógrækt á Snæfellsnesi með manni sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er enn og ný þáttaskil í sögu skólans því Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er að taka við skólanum í lok sumars. Í dag eru 116 nemendur í skólanum í staðarnámi og fjarnámi. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands líst mjög vel á að taka Garðyrkjuskólann yfir til sín. „Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, við ætlum að gera þetta vel,“ segir Olga Lísa. Verða sömu brautir og sama nám eins og er í dag? „Það stefnir í það já, en við eigum auðvitað eftir að sníða þetta betur að framhaldsskólakerfinu, það mun taka einhvern tíma. Verklega kennslan verður áfram á Reykjum, við erum ekki með neina aðstöðu á Selfossi, auðvitað á hún heima á Reykjum. En það þarf að bæta úr gróðurhúsunum verulega til þess að það sé hægt að halda þeim klassa á þessu námi eins og við viljum að sé,“ segir Olga Lísa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Olga Lísa segist eiga von á góðri aðsókn í skólann í haust enda mikill áhugi á garðyrkju í landinu, auk umhverfismála, skógræktar og landgræðslu, blómaskreytinga, ylrækt og skrúðgarðyrkju. En er skólameistarinn með græna fingur? „Já pínulítið, ég stunda skógrækt með manninum mínum, sem er mikill skógarbóndi. Ég er alltaf að fá betri og betri lit á hendurnar, þar að segja grænan. Við erum í skógrækt á Skógarströnd á Snæfellsnesinu", segir Olga Lísa, skólameistari. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er skólinn að fara undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Árborg Landbúnaður Garðyrkja Skóla - og menntamál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er enn og ný þáttaskil í sögu skólans því Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er að taka við skólanum í lok sumars. Í dag eru 116 nemendur í skólanum í staðarnámi og fjarnámi. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands líst mjög vel á að taka Garðyrkjuskólann yfir til sín. „Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, við ætlum að gera þetta vel,“ segir Olga Lísa. Verða sömu brautir og sama nám eins og er í dag? „Það stefnir í það já, en við eigum auðvitað eftir að sníða þetta betur að framhaldsskólakerfinu, það mun taka einhvern tíma. Verklega kennslan verður áfram á Reykjum, við erum ekki með neina aðstöðu á Selfossi, auðvitað á hún heima á Reykjum. En það þarf að bæta úr gróðurhúsunum verulega til þess að það sé hægt að halda þeim klassa á þessu námi eins og við viljum að sé,“ segir Olga Lísa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Olga Lísa segist eiga von á góðri aðsókn í skólann í haust enda mikill áhugi á garðyrkju í landinu, auk umhverfismála, skógræktar og landgræðslu, blómaskreytinga, ylrækt og skrúðgarðyrkju. En er skólameistarinn með græna fingur? „Já pínulítið, ég stunda skógrækt með manninum mínum, sem er mikill skógarbóndi. Ég er alltaf að fá betri og betri lit á hendurnar, þar að segja grænan. Við erum í skógrækt á Skógarströnd á Snæfellsnesinu", segir Olga Lísa, skólameistari. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er skólinn að fara undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Árborg Landbúnaður Garðyrkja Skóla - og menntamál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira