Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:15 „Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Reykjavík Viðreisn Alþingi Borgarstjórn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
„Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun