Of svalir fyrir sjálfa sig Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 10. maí 2022 15:31 Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Í þessu skyni hefur ýmsum aðferðum verið beitt sem allar virðast þó fyrst og fremst snúast um að nota hvaða leiðir sem dygðu til að ná fram vilja „flokkseigenda“. Skýringarnar hafa reynst ekki síður sérkennilegar en aðferðirnar. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Árborg lýsti því að hann hefði fengið að heyra að „Ný“ Framsókn teldi hann ekki „söluvæna vöru“ og tími til kominn að skipta honum út fyrir „yngra og ferskara fólk“. Forsagan Fyrir síðustu Alþingiskosningar náði Framsóknarflokkurinn óvæntum árangri eftir að auglýsingastofa fann upp slagorð sem hljómaði sérkennilega í fyrstu (með því að spyrja kjósendur hvort það væri ekki bara auðveldast að láta sig hafa það að kjósa Framsókn) en fangaði augljóslega tíðarandann. Flokkurinn leitaði líka hátt og lágt að frægu fólki í framboð og kona sem hafði vakið athygli fyrir að skilgreina sig sem klámstjörnu var fengin á fund flokksins sem eldgleypir. Eftir árangurinn af þessu virðast höndlarar flokksins líta svo á að Framsóknarflokkurinn sé orðinn of svalur fyrir sjálfan sig. Fyrir vikið nálgast þeir hann eins og verslunarstjórar í tískuvöruverslun. Eftir að „flokkseigendur“ endurheimtu yfirráð í flokknum á sínum tíma, með aðferðum sem ég hef lítið rætt opinberlega, og tóku næst til við að ýta út öllum sem þeir töldu geta orðið ógn við nýgripið vald sagði ég skilið við flokkinn. Sama dag veitti ég viðtal á Bylgjunni og fór yfir hvernig „viðskiptamódel“ flokksins yrði. Viðskiptamódelið Ég fór yfir það að flokkurinn myndi snúa sér að því að leita að frægu fólki í framboð og ráða auglýsingastofur til að endurskapa hann fyrir hverjar kosningar. Markmiðið yrði bara að ná nægu fylgi til að skipta máli við stjórnarmyndun þar sem flokkurinn yrði til í hvað sem er með hverjum sem er gegn því að fá ráðherrastóla og geta útdeilt gæðum. Þessi aðferð fellur sérstaklega vel að ímyndar- eða umbúðastjórnmálum samtímans þar sem yfirlýst markmið og umbúðir skipta jafnan meira máli en innihald og raunveruleg áhrif. Þannig gat flokkur sem hafði fengið Samtök um betri spítala á betri stað til að halda með sér blaðamannafund rétt fyrir kosningar gert það að sínu fyrsta verki eftir kosningar að hverfa frá kröfunni um betri spítala á betri stað áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust. Þannig gat flokkur sem hafði lofað að fylgja eftir því sem lagt var upp með við uppgjör slitabúanna og endurskipulagningu bankakerfisins tekið U-beygju um leið og hann komst aftur í ríkisstjórn, skilað Arion banka til vogunarsjóðanna og ráðist í einkavæðingu Íslandsbanka án áforma um kerfisbætur. Þannig gat flokkur sem lagðist gegn áformum um óendanlega dýra Borgarlínu (sem er beinlínis ætlað að þrengja að annarri umferð) lagt til ný gjöld á umferð og varið 50 milljörðum af almannafé (til að byrja með) í að koma Borgarlínunni af stað. Ég læt vera að rekja öll einnota kosningaloforðin, svissnesku leiðina, kjarabætur eldri borgara, vexti og verðtryggingu og allt það. En þannig getur flokkur sem áður bauð fram í Reykjavík undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir nú boðað brotthvarf Reykjavíkurflugvallar (og þar með staðfest þær ráðstafanir sem fulltrúar flokksins í ríkisstjórn hafa gert með meirihlutanum í Reykjavík). Vegna forsögunnar og vegna þess að í Framsóknarflokknum hefur starfað mjög margt gott fólk hef ég oft eftirlátið öðrum gagnrýni á flokkinn og vonast til að hann yrði aftur prinsippflokkur. Meiri gagnrýni hefur verið beint að Sjálfstæðisflokknum og Vg, sem einnig hafa mjög margt gott fólk innanborðs, og þá einkum fyrir að hverfa frá bestu prinsippum þessara flokka. En er ekki bara best að taka Nýju Framsókn úr umbúðunum? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn eða Ný Framsókn eins og þeir virðast nú kalla sig, að hætti Tonys Blair, hefur að undanförnu hrakið frá sumt af sínu dyggasta fólki í sveitarstjórnum. Vel liðið og reynslumikið fólk. Í þessu skyni hefur ýmsum aðferðum verið beitt sem allar virðast þó fyrst og fremst snúast um að nota hvaða leiðir sem dygðu til að ná fram vilja „flokkseigenda“. Skýringarnar hafa reynst ekki síður sérkennilegar en aðferðirnar. Fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Árborg lýsti því að hann hefði fengið að heyra að „Ný“ Framsókn teldi hann ekki „söluvæna vöru“ og tími til kominn að skipta honum út fyrir „yngra og ferskara fólk“. Forsagan Fyrir síðustu Alþingiskosningar náði Framsóknarflokkurinn óvæntum árangri eftir að auglýsingastofa fann upp slagorð sem hljómaði sérkennilega í fyrstu (með því að spyrja kjósendur hvort það væri ekki bara auðveldast að láta sig hafa það að kjósa Framsókn) en fangaði augljóslega tíðarandann. Flokkurinn leitaði líka hátt og lágt að frægu fólki í framboð og kona sem hafði vakið athygli fyrir að skilgreina sig sem klámstjörnu var fengin á fund flokksins sem eldgleypir. Eftir árangurinn af þessu virðast höndlarar flokksins líta svo á að Framsóknarflokkurinn sé orðinn of svalur fyrir sjálfan sig. Fyrir vikið nálgast þeir hann eins og verslunarstjórar í tískuvöruverslun. Eftir að „flokkseigendur“ endurheimtu yfirráð í flokknum á sínum tíma, með aðferðum sem ég hef lítið rætt opinberlega, og tóku næst til við að ýta út öllum sem þeir töldu geta orðið ógn við nýgripið vald sagði ég skilið við flokkinn. Sama dag veitti ég viðtal á Bylgjunni og fór yfir hvernig „viðskiptamódel“ flokksins yrði. Viðskiptamódelið Ég fór yfir það að flokkurinn myndi snúa sér að því að leita að frægu fólki í framboð og ráða auglýsingastofur til að endurskapa hann fyrir hverjar kosningar. Markmiðið yrði bara að ná nægu fylgi til að skipta máli við stjórnarmyndun þar sem flokkurinn yrði til í hvað sem er með hverjum sem er gegn því að fá ráðherrastóla og geta útdeilt gæðum. Þessi aðferð fellur sérstaklega vel að ímyndar- eða umbúðastjórnmálum samtímans þar sem yfirlýst markmið og umbúðir skipta jafnan meira máli en innihald og raunveruleg áhrif. Þannig gat flokkur sem hafði fengið Samtök um betri spítala á betri stað til að halda með sér blaðamannafund rétt fyrir kosningar gert það að sínu fyrsta verki eftir kosningar að hverfa frá kröfunni um betri spítala á betri stað áður en stjórnarmyndunarviðræður hófust. Þannig gat flokkur sem hafði lofað að fylgja eftir því sem lagt var upp með við uppgjör slitabúanna og endurskipulagningu bankakerfisins tekið U-beygju um leið og hann komst aftur í ríkisstjórn, skilað Arion banka til vogunarsjóðanna og ráðist í einkavæðingu Íslandsbanka án áforma um kerfisbætur. Þannig gat flokkur sem lagðist gegn áformum um óendanlega dýra Borgarlínu (sem er beinlínis ætlað að þrengja að annarri umferð) lagt til ný gjöld á umferð og varið 50 milljörðum af almannafé (til að byrja með) í að koma Borgarlínunni af stað. Ég læt vera að rekja öll einnota kosningaloforðin, svissnesku leiðina, kjarabætur eldri borgara, vexti og verðtryggingu og allt það. En þannig getur flokkur sem áður bauð fram í Reykjavík undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir nú boðað brotthvarf Reykjavíkurflugvallar (og þar með staðfest þær ráðstafanir sem fulltrúar flokksins í ríkisstjórn hafa gert með meirihlutanum í Reykjavík). Vegna forsögunnar og vegna þess að í Framsóknarflokknum hefur starfað mjög margt gott fólk hef ég oft eftirlátið öðrum gagnrýni á flokkinn og vonast til að hann yrði aftur prinsippflokkur. Meiri gagnrýni hefur verið beint að Sjálfstæðisflokknum og Vg, sem einnig hafa mjög margt gott fólk innanborðs, og þá einkum fyrir að hverfa frá bestu prinsippum þessara flokka. En er ekki bara best að taka Nýju Framsókn úr umbúðunum? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun