Ungt fólk til áhrifa í Múlaþingi Hópur frambjóðenda Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi skrifar 11. maí 2022 13:01 Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi meðal annars með því að beita sér fyrir því að háskólasetur verði stofnað á Austurlandi, ljúka við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri og bjóða upp á hvata til húsnæðisbygginga. Þessi upptalning er einungis brot af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi. Til viðbótar er til dæmis hægt að nefna þróun frístundastyrkjar og fleira og fleira. Við vitum öll að það er nauðsynlegt að hafa reynslu í bland við nýtt fólk á lista sem er fullt af eldmóði. Með fullri virðingu fyrir reynslumeira fólki en hvernig veit það hvað við unga fólkið viljum og okkar þarfir? Það er ekkert stórmál að lista upp stefnumál sem höfða til ungs fólks og lítur vel út á blaði. Það er hins vegar á ábyrgð frambjóðendanna sjálfra að sjá til þess að byggja upp stefnuskrá og sjá til þess að henni sé framfylgt. Hverjir eru betri að framfylgja málefnum ungs fólks en það sjálft? Fulltrúar unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi eru með sterka rödd og hafa fundið að á það er hlustað. Það kemur því ekki á óvart að í samantekt sem Ungt Austurland gerði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi stendur sig langbest þegar horft er til ungs fólks í framboði. Af 22 frambjóðendum eru tólf 40 ára eða yngri. Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, auðga umræðu um byggðarþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi. Frambjóðendurnir tólf, sex karlar og sex konur, koma frá öllum byggðakjörnum og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru því ekki bara í orði heldur líka á borði og erum við fulltrúar unga fólksins stoltir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Við erum tilbúin að láta rödd okkar heyrast og tryggja að stefnumálum okkar sé framfylgt fyrir okkur öll. Það verður best tryggt með því að setja X við D á kjördag og tryggja formanni ungmennaráðs Múlaþings, Einari Frey Guðmundssyni, sæti í sveitarstjórn. Höfundar eru: Guðný Lára Guðrúnardóttir, 3. sæti. Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, 6. sæti. Sylvía Ösp Jónsdóttir, 8. sæti. Claudia Trinidad Gomez Vides, 9. sæti Björgvin Stefán Pétursson, 10. sæti. Bjarki Sólon Daníelsson, 11. sæti. Davíð Þór Sigurðarson, 12. sæti. Kristófer Dan Stefánsson, 13. sæti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, 14. sæti. Oddný Björk Daníelsdóttir, 16. sæti. Vignir Freyr Magnússon, 21. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í Já eða nei í Kastljósi síðastliðinn mánudag kom afdráttarlaust fram hjá öllum framboðum að ekki er gert nóg fyrir unga fólkið í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera betur fyrir unga fólkið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi meðal annars með því að beita sér fyrir því að háskólasetur verði stofnað á Austurlandi, ljúka við innleiðingu barnvæns sveitarfélags, tryggja börnum dagvistun frá 12 mánaða aldri og bjóða upp á hvata til húsnæðisbygginga. Þessi upptalning er einungis brot af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar koma til móts við ungt fólk í Múlaþingi. Til viðbótar er til dæmis hægt að nefna þróun frístundastyrkjar og fleira og fleira. Við vitum öll að það er nauðsynlegt að hafa reynslu í bland við nýtt fólk á lista sem er fullt af eldmóði. Með fullri virðingu fyrir reynslumeira fólki en hvernig veit það hvað við unga fólkið viljum og okkar þarfir? Það er ekkert stórmál að lista upp stefnumál sem höfða til ungs fólks og lítur vel út á blaði. Það er hins vegar á ábyrgð frambjóðendanna sjálfra að sjá til þess að byggja upp stefnuskrá og sjá til þess að henni sé framfylgt. Hverjir eru betri að framfylgja málefnum ungs fólks en það sjálft? Fulltrúar unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi eru með sterka rödd og hafa fundið að á það er hlustað. Það kemur því ekki á óvart að í samantekt sem Ungt Austurland gerði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn í Múlaþingi stendur sig langbest þegar horft er til ungs fólks í framboði. Af 22 frambjóðendum eru tólf 40 ára eða yngri. Ungt Austurland eru félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, auðga umræðu um byggðarþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi. Frambjóðendurnir tólf, sex karlar og sex konur, koma frá öllum byggðakjörnum og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Stefnumál Sjálfstæðisflokksins eru því ekki bara í orði heldur líka á borði og erum við fulltrúar unga fólksins stoltir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi. Við erum tilbúin að láta rödd okkar heyrast og tryggja að stefnumálum okkar sé framfylgt fyrir okkur öll. Það verður best tryggt með því að setja X við D á kjördag og tryggja formanni ungmennaráðs Múlaþings, Einari Frey Guðmundssyni, sæti í sveitarstjórn. Höfundar eru: Guðný Lára Guðrúnardóttir, 3. sæti. Einar Freyr Guðmundsson, 5. sæti. Sunna Dögg Markvad Guðjónsdóttir, 6. sæti. Sylvía Ösp Jónsdóttir, 8. sæti. Claudia Trinidad Gomez Vides, 9. sæti Björgvin Stefán Pétursson, 10. sæti. Bjarki Sólon Daníelsson, 11. sæti. Davíð Þór Sigurðarson, 12. sæti. Kristófer Dan Stefánsson, 13. sæti. Herdís Magna Gunnarsdóttir, 14. sæti. Oddný Björk Daníelsdóttir, 16. sæti. Vignir Freyr Magnússon, 21. sæti.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar