Flassarinn í Laugardalnum í gæsluvarðhald Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2022 17:51 Maðurinn er sagður hafa ítrekað áreitt börn á æfingasvæði Þróttar í Laugardal. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var handtekinn á íþróttasvæði í austurborginni síðdegis í gær, eftir að lögreglu barst tilkynning um mann sem væri að bera sig fyrir framan börn. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem gerði gæsluvarðhaldskröfuna. Þar segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna blygðunarsemisbrota gagnvart börnum og fullorðnum á sama svæði síðustu vikur og mánuði. Þá kemur fram í tilkynningunni að maðurinn muni una úrskurðinum og ekki gera tilraun til að fá honum hnekkt fyrir Landsrétti. Maðurinn valdið usla og óánægju í Laugardal Samkvæmt heimildum fréttastofu er um sama mann að ræða og hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardal. Greint var frá því fyrir aðeins tveimur dögum að foreldrar á svæðinu væru orðnir langþreyttir á ástandinu. Maðurinn var í mars á þessu ári dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumann og fyrir að bera sig og kasta af sér þvagi í viðurvist barna í Laugardalnum. Í október á síðasta ári var þá greint frá því að forsvarsmenn íþróttafélagsins Þróttar hefðu brugðið á það ráð að loka öllum aðgöngum nema einum að gervigrasvelli sínum í Laugardalnum, til að sporna við áreiti mannsins, sem er heimilislaus, gagnvart börnunum. Íþróttastjóri Þróttar lýsti algjöru úrræðaleysi, og sagði að þó maðurinn hefði ítrekað verið handtekinn væri honum sleppt og hann mættur jafnharðan aftur á svæðið. Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Ármann Íþróttir barna Tengdar fréttir Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12 Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. 21. október 2021 15:50 Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem gerði gæsluvarðhaldskröfuna. Þar segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu hjá lögreglu vegna blygðunarsemisbrota gagnvart börnum og fullorðnum á sama svæði síðustu vikur og mánuði. Þá kemur fram í tilkynningunni að maðurinn muni una úrskurðinum og ekki gera tilraun til að fá honum hnekkt fyrir Landsrétti. Maðurinn valdið usla og óánægju í Laugardal Samkvæmt heimildum fréttastofu er um sama mann að ræða og hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardal. Greint var frá því fyrir aðeins tveimur dögum að foreldrar á svæðinu væru orðnir langþreyttir á ástandinu. Maðurinn var í mars á þessu ári dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumann og fyrir að bera sig og kasta af sér þvagi í viðurvist barna í Laugardalnum. Í október á síðasta ári var þá greint frá því að forsvarsmenn íþróttafélagsins Þróttar hefðu brugðið á það ráð að loka öllum aðgöngum nema einum að gervigrasvelli sínum í Laugardalnum, til að sporna við áreiti mannsins, sem er heimilislaus, gagnvart börnunum. Íþróttastjóri Þróttar lýsti algjöru úrræðaleysi, og sagði að þó maðurinn hefði ítrekað verið handtekinn væri honum sleppt og hann mættur jafnharðan aftur á svæðið.
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Þróttur Reykjavík Ármann Íþróttir barna Tengdar fréttir Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12 Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. 21. október 2021 15:50 Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Kanna hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmanninn sem hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardalnum í Reykjavík. Hann var handtekinn eftir að hafa berað sig á ný um klukkan 18 í gær. 19. maí 2022 07:12
Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. 21. október 2021 15:50
Beraði sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Henni hafði þá borist tilkynning um ölvaðan mann sem var sagður láta ófriðlega og vera að bera sig fyrir ungmennum á íþróttaæfingu. 21. október 2021 06:26