Skólaheilsugæsla, aukin samvinna í þágu farsældar barna Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2022 14:31 Skólaheilsugæslu í reykvískum grunnskólum er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Reglulega kemur fram umræða í samfélaginu um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægum verkefnum bæði innan skólanna og í nærsamfélaginu. Meðal verkefna þeirra er að sinna forvörnum og heilsuelfingu grunnskólabarna í víðum skilningi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að óska eftir viðræðum til að formgera betur samstarf borgarinnar við Heilusgæslu Höfuðborgarsvæðisins um skipulag og framkvæmd skólaheilsugæslu. Málið á sér talsverðan aðdraganda en á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar 2019 lögðu fulltrúar ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða fram tillögu þess efnis að gerðar verði ráðstafanir til að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Mér þótti málið mikilvægt og óskaði eftir upplýsingum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um stöðugildi hjúkrunarfræðinga í skólum borgarinnar. Dæmi eru um að grunnskólar í Reykjavík uppfylli ekki viðmið Heilsugæslunnar um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings, mikilvægt er að bæta úr þeirri stöðu sem allra fyrst. Skóla- og frístundaráð samþykkti svo á fundi sínum í september 2020 að vekja athygli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á stöðu mála. Skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægri þjónustu við nemendur í grunnskólum en í lögum um grunnskóla kemur fram að þjónusta skólahjúkrunarfræðinga sé á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað. Ég vona að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins taki vel í umleitan Skóla-og frístundasviðs þess efnis að formgera betur samstarf varðandi skipulag og tilhögun skólaheilsugæslu, enda er um mikilvæga þjónustu við börnin í borginni að ræða. Ljóst er að vegna stærðar Reykjavíkur og þess fjölda skóla sem þar er heppilegast að samráð um þessa mikilvægu þjónustu fari fram miðlægt milli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Skóla- og frístundasviðs. Meðal þess sem þarf að fjalla um í slíku samstarfi er verkaskipting og sameiginleg sýn á verkefnin framundan, skipulag og tilhögun skólaheilsugæslu. Auk þess þarf að formgera betur samstarf vegna innleiðingu laga um farslæld barna, heilsugælsu barna á leikskólaaldri, heilsueflingu og kynheilbrigði. Mikilvægt er að fullnægjandi skólaheilsugæsla sé til staðar í öllum skólum borgarinnar og að jafnræði nemenda að þessarri mikilvægu þjónustu sé tryggt í hvívetna, auk þess sem samstarf ólíkra kerfa sé formgert með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Skólaheilsugæslu í reykvískum grunnskólum er sinnt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Reglulega kemur fram umræða í samfélaginu um mikilvægi öflugrar skólaheilsugæslu til að sinna margvíslegri heilbrigðisþjónustu við börn. Ljóst er að skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægum verkefnum bæði innan skólanna og í nærsamfélaginu. Meðal verkefna þeirra er að sinna forvörnum og heilsuelfingu grunnskólabarna í víðum skilningi. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum að óska eftir viðræðum til að formgera betur samstarf borgarinnar við Heilusgæslu Höfuðborgarsvæðisins um skipulag og framkvæmd skólaheilsugæslu. Málið á sér talsverðan aðdraganda en á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar 2019 lögðu fulltrúar ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða fram tillögu þess efnis að gerðar verði ráðstafanir til að auka viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinnar. Mér þótti málið mikilvægt og óskaði eftir upplýsingum frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins um stöðugildi hjúkrunarfræðinga í skólum borgarinnar. Dæmi eru um að grunnskólar í Reykjavík uppfylli ekki viðmið Heilsugæslunnar um að 650 nemendur séu að baki hverju fullu stöðugildi skólahjúkrunarfræðings, mikilvægt er að bæta úr þeirri stöðu sem allra fyrst. Skóla- og frístundaráð samþykkti svo á fundi sínum í september 2020 að vekja athygli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins á stöðu mála. Skólahjúkrunarfræðingar sinna mikilvægri þjónustu við nemendur í grunnskólum en í lögum um grunnskóla kemur fram að þjónusta skólahjúkrunarfræðinga sé á ábyrgð heilsugæslunnar á hverjum stað. Ég vona að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins taki vel í umleitan Skóla-og frístundasviðs þess efnis að formgera betur samstarf varðandi skipulag og tilhögun skólaheilsugæslu, enda er um mikilvæga þjónustu við börnin í borginni að ræða. Ljóst er að vegna stærðar Reykjavíkur og þess fjölda skóla sem þar er heppilegast að samráð um þessa mikilvægu þjónustu fari fram miðlægt milli Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Skóla- og frístundasviðs. Meðal þess sem þarf að fjalla um í slíku samstarfi er verkaskipting og sameiginleg sýn á verkefnin framundan, skipulag og tilhögun skólaheilsugæslu. Auk þess þarf að formgera betur samstarf vegna innleiðingu laga um farslæld barna, heilsugælsu barna á leikskólaaldri, heilsueflingu og kynheilbrigði. Mikilvægt er að fullnægjandi skólaheilsugæsla sé til staðar í öllum skólum borgarinnar og að jafnræði nemenda að þessarri mikilvægu þjónustu sé tryggt í hvívetna, auk þess sem samstarf ólíkra kerfa sé formgert með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun