Ómögulegt að segja hvað er í bígerð á einu helsta skjálftasvæði landsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. maí 2022 11:41 Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir Svæðið sem jarðskjálftarnir tveir í nótt og í morgun mældust við mynni Eyjafjarðar á Norðurlandi er eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Jarðeðlisfræðingur segir erfitt að meta hvort búast megi við frekari jarðskjálftum á svæðinu en sagan sýni að þarna geti stærri skjálftar orðið. Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“ Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Tveir snarpir jarðskjálftar í kringum fjóra að stærð mældust í nótt og morgun út af Gjögurtá í minni Eyjafjarðar á Norðurlandi í morgun. Tugir jarðskjálfta hafa mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Fyrri stóri jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan tvö í nótt en hann mældist 3,5. Klukkan rúmlega níu í morgun reið svo annar stærri yfir en hann mældist 4,1. Hans varð víða vart og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist á Ólafsfirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir um þekkt jarðskjálftasvæði að ræða. „Þetta er náttúrulega eitt af helstu skjálftasvæðum landsins. Það er þarna fyrir norðurströndinni eða liggur þarna fyrir svokallað Tjörnesbrotabelti þetta er partur af því. Staðsetning skjálftahrinunnar. Grænu stjörnurnar tákna stærstu skjálftana tvö.Veðurstofan „Þarna erum við sem sé á einu aðalskjálftasvæði landsins sem er sambærilegt við Suðurlandsskjálftabeltið og þarna geta orðið sem sagt skjálftar að stærðinni sjö og síðast var það á þessu svæði 1963 en líka 1910 en þá varð líka sjö stiga skjálfti á þessu belti.“ Páll segir svæðið ekki gossvæði en erfitt sé að segja til um það hvort von sé á stærri skjálftum á svæðinu. „Það er ekkert sem getur gefið okkur upplýsingar um það hvað er í bígerð þarna. Þetta er úti í sjó þessi upptök og mjög óhægt um allar mælingar.“ Töluverð virkni var á þessu svæði árið 2020. „Það voru miklu stærri skjálftar þarna fyrir tveimur árum síðan 2020. Þá voru þarna fyrir minni Eyjafjarðar komu skjálftar sem voru vel yfir fimm stig og síðan fylgdi meiriháttar skjálftahrina á Eyjafjarðarálnum úti í sjó sem að var vegna gliðnunar og misgengis hreyfinga í Eyjafjarðarál.“
Eldgos og jarðhræringar Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Grýtubakkahreppur Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52 Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Skjálfti að stærð 4,1 á sama stað og skjálftinn í nótt Jarðskjálfti að stærð 4,1 varð klukkan 9:20 í morgun, á sömu slóðum og skjálftinn í nótt sem var 3,5 að stærð. 30. maí 2022 09:52
Skjálfti 3,5 að stærð norður af Gjögurtá Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig að stærð reið yfir í nótt, eða klukkan 1:51, tæpa átta kílómetra norð- norðvestur af Gjögurtá. 30. maí 2022 07:18