Tökum flugið með Nice Air! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. júní 2022 17:01 Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Fagna ég því mjög og óska íbúum norðan heiða til hamingju með áfangann, áfanga sem barist hefur verið fyrir í áratugi. Stemmningin á Norðurlandi fyrir þessu nýja fyrirtæki er slík að hún er nánast áþreifanleg hér fyrir sunnan. Táknrænt er auðvitað að fyrsta flugvélin heitir Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa en táknrænt er líka að flugfélagið heitir fullu nafni Nice Air North Iceland. Það eru skýr skilaboð til landshlutans og líka skýr skilaboð til fólks og fyrirtækja um þennan möguleika til flutninga á fólki og vörum milli Akureyrar og áfangastaða erlendis. Nú opnast möguleikar Norðlendinga að komast til Evrópu án þess að eiga lengri ferð fyrir höndum en flugið sjálft tekur, án aukakostnaðar við suðurferð og meira vinnutaps en nauðsyn krefur. Ljóst er að þetta framtak mun sömuleiðis fjölga erlendum ferðamönnum á Norðurlandi og þar með auka tekjur og styrkja byggð með fleiri störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Því er mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram og tryggt sé að fólk geti heimsótt allar þær náttúruperlur sem Norðurland býr yfir allt árið. Einnig opnast nú möguleikar að bjóða upp á nýjan og spennandi kost hér á landi til ráðstefnuhalds með beinu flugi til Akureyrar og meðal annars glæsilegri ráðstefnuaðstöðu í Hofi. Á Norðurlandi er stundaður öflugur sjávarútvegur og í nýliðnum mánuði átti ég þess kost að kynna mér myndarlegt fiskeldi í Öxarfirði þar sem eru áform um mikla uppbyggingu. Beint flug til og frá Norðurlandi mun þjóna hagsmunum sjávarútvegs vel og opnast nú nýir möguleikar fyrir flutning á ferskum fiski beint á markaði erlendis með flugi frá Akureyri. Frumkvöðlakraftur og atorka heimafólks í byggðum landsins er mér ofarlega í huga nú sem áður. Nice Air er frumkvæðisverkefni í heimabyggðinni, lofsverður vaxtarsproti sem ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fréttir af flugi Niceair Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Fagna ég því mjög og óska íbúum norðan heiða til hamingju með áfangann, áfanga sem barist hefur verið fyrir í áratugi. Stemmningin á Norðurlandi fyrir þessu nýja fyrirtæki er slík að hún er nánast áþreifanleg hér fyrir sunnan. Táknrænt er auðvitað að fyrsta flugvélin heitir Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa en táknrænt er líka að flugfélagið heitir fullu nafni Nice Air North Iceland. Það eru skýr skilaboð til landshlutans og líka skýr skilaboð til fólks og fyrirtækja um þennan möguleika til flutninga á fólki og vörum milli Akureyrar og áfangastaða erlendis. Nú opnast möguleikar Norðlendinga að komast til Evrópu án þess að eiga lengri ferð fyrir höndum en flugið sjálft tekur, án aukakostnaðar við suðurferð og meira vinnutaps en nauðsyn krefur. Ljóst er að þetta framtak mun sömuleiðis fjölga erlendum ferðamönnum á Norðurlandi og þar með auka tekjur og styrkja byggð með fleiri störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Því er mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram og tryggt sé að fólk geti heimsótt allar þær náttúruperlur sem Norðurland býr yfir allt árið. Einnig opnast nú möguleikar að bjóða upp á nýjan og spennandi kost hér á landi til ráðstefnuhalds með beinu flugi til Akureyrar og meðal annars glæsilegri ráðstefnuaðstöðu í Hofi. Á Norðurlandi er stundaður öflugur sjávarútvegur og í nýliðnum mánuði átti ég þess kost að kynna mér myndarlegt fiskeldi í Öxarfirði þar sem eru áform um mikla uppbyggingu. Beint flug til og frá Norðurlandi mun þjóna hagsmunum sjávarútvegs vel og opnast nú nýir möguleikar fyrir flutning á ferskum fiski beint á markaði erlendis með flugi frá Akureyri. Frumkvöðlakraftur og atorka heimafólks í byggðum landsins er mér ofarlega í huga nú sem áður. Nice Air er frumkvæðisverkefni í heimabyggðinni, lofsverður vaxtarsproti sem ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun