„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2022 07:01 Hjól Margeirs er illa farið eftir ökuníðinginn sem keyrði á hann og flúði svo. Samsett Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast. Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast.
Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira