Ný rammaáætlun risastórt framfaraskref Vilhjálmur Árnason skrifar 16. júní 2022 08:00 Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun