Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2022 13:02 Vonast er til að útsýnispallurinn á Bolafjalli opni á næstunni þegar búið er að ganga frá öryggismálum þar. Vísir/Sigurjón Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. Ábendingar borist um skort á viðhaldi Vísi bárust ábendingar þess efnis að vegurinn, sem liggur upp að útsýnispallinum á Bolafjalli, væri lokaður sökum skorts á viðhaldi og að Landhelgisgæslan, sem er með samning við NATO um umsjá vegarins, hafi ekki sinnt því hlutverki sem skyldi. Því kæmust akandi ekki upp að útsýnispallinum. Aðspurður út í gagnrýni á viðhald vegarins sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að erfiðlega hafi gengið að gera við veginn í vetur sökum skorts á efni á Vestfjörðum og hann væri því lokaður. Hins vegar væri gæslan í góðu samstarfi við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í Bolungarvík. Öryggismál ekki enn frágengin Vísir hafði samband við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem sagði að það ætti eftir að hefla, rykbinda og stika veginn áður en umferð ferðamanna væri hleypt upp fjallið. Það væri þó ekki aðalástæðan fyrir lokun vegarins. Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Vegurinn væri fyrst og fremst lokaður af því það ætti eftir að ganga betur frá öryggismálum á útsýnispallinum og hann ekki tilbúinn fyrir ferðamenn. Jón Páll sagði að það hefði verið gaman að opna pallinn fyrr en snjóálag hefði ekki verið hagstætt og það væri enn 30-50 sentímetra gat á milli brúnarinnar og pallsins. Á mánudaginn yrði farið upp að pallinum til að moka frá honum og ganga endanlega frá öryggismálum. Í kjölfarið yrðu útsýnispallurinn og vegurinn opnaðir. Þá sagði hann að í venjulegu árferði væri án efa búið að opna pallinn en bærinn vilji ekki bera ábyrgð á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar pallurinn er ekki orðinn öruggur. Semja um hver sjái um viðhald til framtíðar Jón Páll sagði bæinn hafa átt í farsælu samstarfi við Landhelgisgæsluna um veginn og framkvæmd pallsins. Bærinn væri hins vegar í samningaviðræðum við Landhelgisgæsluna um að taka yfir veghaldið í samstarfi við Vegagerðina. Hluti af því samkomulagi væri að ákveða til framtíðar hvernig væri best að viðhalda veginum af því að á næstu árum gætu komið þangað allt að 100 þúsund gestir. Allir sem kæmu að samkomulaginu, sveitarfélagið, Landhelgisgæslan og Vegagerðin, væru sammála um hvað þyrfti að gera með tilliti til vegarins en það ætti bara eftir að semja um hvernig það yrði útfært. Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Ábendingar borist um skort á viðhaldi Vísi bárust ábendingar þess efnis að vegurinn, sem liggur upp að útsýnispallinum á Bolafjalli, væri lokaður sökum skorts á viðhaldi og að Landhelgisgæslan, sem er með samning við NATO um umsjá vegarins, hafi ekki sinnt því hlutverki sem skyldi. Því kæmust akandi ekki upp að útsýnispallinum. Aðspurður út í gagnrýni á viðhald vegarins sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að erfiðlega hafi gengið að gera við veginn í vetur sökum skorts á efni á Vestfjörðum og hann væri því lokaður. Hins vegar væri gæslan í góðu samstarfi við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í Bolungarvík. Öryggismál ekki enn frágengin Vísir hafði samband við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem sagði að það ætti eftir að hefla, rykbinda og stika veginn áður en umferð ferðamanna væri hleypt upp fjallið. Það væri þó ekki aðalástæðan fyrir lokun vegarins. Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Vegurinn væri fyrst og fremst lokaður af því það ætti eftir að ganga betur frá öryggismálum á útsýnispallinum og hann ekki tilbúinn fyrir ferðamenn. Jón Páll sagði að það hefði verið gaman að opna pallinn fyrr en snjóálag hefði ekki verið hagstætt og það væri enn 30-50 sentímetra gat á milli brúnarinnar og pallsins. Á mánudaginn yrði farið upp að pallinum til að moka frá honum og ganga endanlega frá öryggismálum. Í kjölfarið yrðu útsýnispallurinn og vegurinn opnaðir. Þá sagði hann að í venjulegu árferði væri án efa búið að opna pallinn en bærinn vilji ekki bera ábyrgð á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar pallurinn er ekki orðinn öruggur. Semja um hver sjái um viðhald til framtíðar Jón Páll sagði bæinn hafa átt í farsælu samstarfi við Landhelgisgæsluna um veginn og framkvæmd pallsins. Bærinn væri hins vegar í samningaviðræðum við Landhelgisgæsluna um að taka yfir veghaldið í samstarfi við Vegagerðina. Hluti af því samkomulagi væri að ákveða til framtíðar hvernig væri best að viðhalda veginum af því að á næstu árum gætu komið þangað allt að 100 þúsund gestir. Allir sem kæmu að samkomulaginu, sveitarfélagið, Landhelgisgæslan og Vegagerðin, væru sammála um hvað þyrfti að gera með tilliti til vegarins en það ætti bara eftir að semja um hvernig það yrði útfært.
Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01