Vaktin: Úkraínska hernum skipað að hörfa úr Sieveródonetsk Hólmfríður Gísladóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 24. júní 2022 08:26 Eyðileggingin blasir víða við. epa/Oleg Petrasyuk Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að láta hersveitirnar sem barist hafa í Sieverodonetsk hörfa og segja ekkert vit í því að láta þær sæta mannfalli í langan tíma til að verja svæðið. Ríkisstjórinn segir 90 prósent allra heimila í borginni skemmd eða eyðilögð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Úkraínska hernum hefur verið skipað að hörfa frá Sieveródonetsk til að forða því að Rússar umkringi þá, segir Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs í dag. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann sagði Úkraínu ekki brú eða kodda milli Vesturlanda og Rússlands, ekki stuðpúða milli Evrópu og Asíu, ekki „grátt svæði“. Úkraína væri ekki „landmæri milli orka og álfa“ heldur jafn félagi að minnsta kosti 27 Evrópuríkja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd óttast „heiðarlega samkeppni“. Þannig sé öllum þeim ríkjum sem standa á eigin fótum „slaufað“. Hann sagði að horft yrði til stöðunnar á vígvellinum þegar Úkraínumenn sýndu þann þokka að snúa aftur að samningaborðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta reiðubúna til að aðstoða við að fjarlægja sprengjur við suðurströnd Úkraínu. Sprengjurnar eru meðal þess sem stendur í vegi fyrir útflutningi kornvöru sjóleiðina frá landinu. Bandaríkjamenn segja rússneska flotann hafa fengið fyrirskipanir um að leggja sprengjur við mynni hafnarinnar í Odesa og hafa þegar lagt sprengjur á ánni Dniper. Um sé að ræða aðgerðir til að hamla útflutningi matvæla. Samkvæmt UNESCO hafa 150 menningarlega mikilvægir staðir í Úkraínu verið skemmdir eða eyðilagðir. Þar af er um að ræða 70 trúarlegar byggingar, 30 sögulegar byggingar, átján menningarmiðstöðvar, fimmtán minnisvarða, tólf söfn og sjö bókasöfn.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Úkraínska hernum hefur verið skipað að hörfa frá Sieveródonetsk til að forða því að Rússar umkringi þá, segir Serhíy Haidai, héraðsstjóri Lúhansk-héraðs í dag. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti færslu á Telegram í morgun þar sem hann sagði Úkraínu ekki brú eða kodda milli Vesturlanda og Rússlands, ekki stuðpúða milli Evrópu og Asíu, ekki „grátt svæði“. Úkraína væri ekki „landmæri milli orka og álfa“ heldur jafn félagi að minnsta kosti 27 Evrópuríkja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd óttast „heiðarlega samkeppni“. Þannig sé öllum þeim ríkjum sem standa á eigin fótum „slaufað“. Hann sagði að horft yrði til stöðunnar á vígvellinum þegar Úkraínumenn sýndu þann þokka að snúa aftur að samningaborðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta reiðubúna til að aðstoða við að fjarlægja sprengjur við suðurströnd Úkraínu. Sprengjurnar eru meðal þess sem stendur í vegi fyrir útflutningi kornvöru sjóleiðina frá landinu. Bandaríkjamenn segja rússneska flotann hafa fengið fyrirskipanir um að leggja sprengjur við mynni hafnarinnar í Odesa og hafa þegar lagt sprengjur á ánni Dniper. Um sé að ræða aðgerðir til að hamla útflutningi matvæla. Samkvæmt UNESCO hafa 150 menningarlega mikilvægir staðir í Úkraínu verið skemmdir eða eyðilagðir. Þar af er um að ræða 70 trúarlegar byggingar, 30 sögulegar byggingar, átján menningarmiðstöðvar, fimmtán minnisvarða, tólf söfn og sjö bókasöfn.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira