Aðeins um dagdrykkju gamalmenna - af hverju eru þau að drekka? Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 29. júní 2022 11:00 Síðastliðnu daga hafa fjölmiðlar fjallað um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál - ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans - líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar - en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum. Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað. Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið. Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum. Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær. Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð - en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta. Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir. Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ - og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Eldri borgarar Áfengi og tóbak Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Síðastliðnu daga hafa fjölmiðlar fjallað um aukningu í áfengisdrykkju eldri borgara í samfélaginu. Einhverjir vilja nú meina að þetta sé hið besta mál - ef einhvern tíma sé tími til að skála í smá dagdrykkju þá á þessum blessuðu ævikvöldum. Ég er sammála því en þar sem þetta er orðið að vandamáli má kannski aðeins kafa ofan í orsakarótina og hætta að beina spjótum að birtingarmynd vandans - líkt og áherslan hefur verið í þeim fréttum og viðtölum sem ég hef lesið og hlustað á. Kannski hefur eitthvað farið framhjá mér. Sú kynslóð sem hér um ræðir er kynslóð sem ólst upp við lítið sem ekkert pláss til að finna fyrir eða ræða um erfiðar tilfinningar - en urðu að sjálfsögðu fyrir áföllum og lífsins byltum. Mér er hugsað til kvenna sem fæddu börn sín andvana eða misstu börn úr sótt. En fengu aldrei að syrgja þau almennilega. Fóru áfram í gegnum lífið með brotið móðurhjartað. Mér er hugsað til stúlkna og kvenna sem urðu fyrir ítrekuðu áreiti, ofbeldi og syfjaspelli og þurftu að harka það af sér og bera níðþunga skömmina á bakinu í þögn út lífið. Mér er hugsað til allra sem sem voru samkynhneigðir, trans eða kynsegin og fengu aldrei lifa því lífi og bældu kynhneigð og kynvitund niður. Líka í skömm. Með öllum þeim geðheilsulegu afleiðingum. Allra karla sem ólust upp í eitraðri karlmennsku og fengu aldrei verkfæri til að upplifa raunverulegar tilfinningar né tjá sig um þær. Mér er hugsað til allra sem upplifðu almennt einhverja geðheilsukvilla á borð við kvíða, depurð - en mættu köldu stigma og upplifðu sig sem aumingja sem ættu ekki að kvarta. Þetta eru bara nokkur dæmi af mörgum sem mér dettur í hug að þessi kynslóð sem hér um ræðir sé að deyfa með dagdrykkju sinni. Því það er einfaldlega þannig að ótal lífsins trauma sem ekki er unnið úr leiða oft til fíknivanda á borð við áfengisvanda síðar meir. Við þurfum að hætta að spyrja sífellt að því „hvað sé eiginlega að þessari manneskju?“ - og fara að spyrja að því hvað hafi kannski komið fyrir hana. Höfundur er með diplómu á meistarastigi í sálgæslufræðum
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun