Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2022 10:27 Sveitarfélög landsins hafa mikinn fjölda fólks í vinnu. Ekki liggur fyrir hvort það orsaki fjárhagsvanda margra þeirra. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ. Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ.
Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira