Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2022 10:27 Sveitarfélög landsins hafa mikinn fjölda fólks í vinnu. Ekki liggur fyrir hvort það orsaki fjárhagsvanda margra þeirra. Vísir/Vilhelm Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ. Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga og að hafa eftirlit með því að fjármálastjórn sveitarfélaga sé í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Í skriflegu svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að bréf nefndarinnar sé leiðbeinandi en markmið þess sé að vekja athygli á lágmarksviðmiðum nefndarinnar. Sveitarstjórnum sé raunar heimilt að víkja frá skilyrðum um skuldareglu og jafnvægisreglu út árið 2025 en í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur til að ná lágmarksviðmiðum og leita leiða til að uppfylla þau. Í bréfinu er óskað eftir því að það sé tekið fyrir á fundi viðkomandi sveitarstjórnar. Það gerði til að mynda bæjarstjórn Reykjanesbæjar á dögunum. Í fundargerð hennar frá 30. júní síðastliðnum má sjá að bréfið var lagt fyrir stjórnina. Mikil fjölgun bréfa á tímum heimsfaraldurs Í svarinu segir að samkvæmt ársreikningi 2021 hafi rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta verið neikvæð hjá 41 sveitarfélagi en þegar miðað sé við A- og B-hluta hafi rekstrarniðurstaða verið neikvæð hjá 36 sveitarfélögum. Í einhverjum tilvikum hafi rekstrarniðurstaða verið jákvæð en framlegð eða veltufé frá rekstri undir lágmarksviðmiðinu og þess vegna hafi alls 43 sveitarfélög fengið bréfið. „Sveitarfélögum, sem uppfylla ekki lágmarksviðmiðin, hefur fjölgað á tímum heimsfaraldurs. Árið 2018 var rekstrarniðurstaða fyrir A-hluta neikvæð hjá 15 sveitarfélögum en miðað við A- og B-hluta var rekstrarniðurstaða þá neikvæð hjá 8 sveitarfélögum. Sjá nánar í töflu hér að neðan sem sýnir samanburð miðað við forsendur EFS,“ segir í svari innviðaráðuneytisins. Viðurlögum sjaldan beitt Í sveitarstjórnarlögum er að finna úrræði sem ráðuneyti sveitarstjórnarmála getur beitt ef fjármál sveitarfélaga eru í miklum ólestri. Í fyrsta lagi er sveitarstjórnum skylt að svara bréfi eftirlitsnefndarinnar og geri henni grein fyrir hvernig hún hyggst bregðast við aðvörun nefndarinnar innan tveggja mánaða. Stefni í óefni getur ráðuneytið að tillögu eftirlitsnefndar heimilað eða lagt fyrir sveitarstjórn í slíkum tilvikum að leggja álag á útsvar og fasteignaskatt sem nemi allt að 25 prósent. Í svari innarríkisráðuneytisins segir að það hafi nokkrum sinnum gerst að ráðherra hafi samþykkt beiðni sveitarstjórna um að leggja á álag á útsvar. Í allra verstu tilvikum getur ráðherra að tillögu eftirlitsnefndar svipt sveitarstjórn fjárforráðum og skipað sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn enda hafi sveitarstjórn vanrækt skyldur sínar samkvæmt sveitarstjórnarlögum og fjármál sveitarfélagsins verið í ólestri. Það hefur einu sinni verið gert en það var árið 2010 þegar sveitarfélagið Álftanes lenti í miklum fjárhagskröggum. Í kjölfarið var sveitarfélagið sameinað Garðabæ.
Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira