Ferðaplönin vs. raunveruleikinn Hildur Inga Magnadóttir skrifar 8. ágúst 2022 13:30 Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ferðalög Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar