Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gosstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2022 11:52 Björgunarfólk við gosstöðvarnar hefur meðal annars þurft að standa í því að leita að og aðstoða fólk sem virt hefur lokanir lögreglu að vettugi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Lögregla geti sektað fólk sem ekki virði lokanir, á grundvelli almannavarnalaga og lögreglulaga. Í 23. grein almannavarnalaga segir: Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Þá er í lögreglulögum lögð skylda á fólk til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu, ellegar geti það átt von á sekt. „En það er kannski eitthvað sem við viljum síður fara út í“ segir Hjördís og bætir við að ekki sé stefnt að því að byrja að sekta fólk sem ekki virðir lokanirnar. Borið hefur á því að ferðamenn hundsi ítrekað tilmæli lögreglu um að fara ekki upp að eldgosinu, þrátt fyrir afar bág veðurskilyrði. Fólki sem mætir á svæðið eigi að vera það morgunljóst hvort svæðið er lokað eða ekki. „Bæði erum við með björgunarsveitir á staðnum auk lögreglu, og SMS-in sem fólk fær í símana sína. Þannig að fólk ætti að vera mjög meðvitað þegar það er komið á staðinn.“ Bannað börnum Fyrr í dag var greint frá því að svæðið yrði nú alfarið lokað fyrir börn, tólf ára og yngri. Hjördís segir gönguleiðina einfaldlega það erfiða að ekki sé ráðlegt að börn fari hana. Það sé þrátt fyrir að búið sé að stika gönguleiðina og þétta hana. „Bæði bara að ganga hana, gasið á staðnum er eitthvað sem við viljum helst ekki að börnin okkar séu að anda að sér. Þannig að það eru ýmsar ástæður en aðallega er þetta bara allt of erfið ganga. Þrátt fyrir að við vitum að það eru einhverjir krakkar sem geta gengið þetta, þá er bara talið að það sé best að hefta aðgengið alveg.“ Nokkuð hafi borið á því að ung börn hafi verið með í för að gosinu. „Við höfum séð það að fólk er að fara með allt of ung börn. Bæði eru viðbragðsaðilar á staðnum að benda fólki á að þetta sé ekki sniðug leið fyrir ung börn og við höfum líka heyrt það að erlendir aðilar sem eru með börnin sín í fríi á Íslandi hefur ekki pössun. En þá verður það fólk bara því miður að sleppa því að fara þarna. Þetta er ekki ganga fyrir ung börn að fara.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Sjá meira
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Lögregla geti sektað fólk sem ekki virði lokanir, á grundvelli almannavarnalaga og lögreglulaga. Í 23. grein almannavarnalaga segir: Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Þá er í lögreglulögum lögð skylda á fólk til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu, ellegar geti það átt von á sekt. „En það er kannski eitthvað sem við viljum síður fara út í“ segir Hjördís og bætir við að ekki sé stefnt að því að byrja að sekta fólk sem ekki virðir lokanirnar. Borið hefur á því að ferðamenn hundsi ítrekað tilmæli lögreglu um að fara ekki upp að eldgosinu, þrátt fyrir afar bág veðurskilyrði. Fólki sem mætir á svæðið eigi að vera það morgunljóst hvort svæðið er lokað eða ekki. „Bæði erum við með björgunarsveitir á staðnum auk lögreglu, og SMS-in sem fólk fær í símana sína. Þannig að fólk ætti að vera mjög meðvitað þegar það er komið á staðinn.“ Bannað börnum Fyrr í dag var greint frá því að svæðið yrði nú alfarið lokað fyrir börn, tólf ára og yngri. Hjördís segir gönguleiðina einfaldlega það erfiða að ekki sé ráðlegt að börn fari hana. Það sé þrátt fyrir að búið sé að stika gönguleiðina og þétta hana. „Bæði bara að ganga hana, gasið á staðnum er eitthvað sem við viljum helst ekki að börnin okkar séu að anda að sér. Þannig að það eru ýmsar ástæður en aðallega er þetta bara allt of erfið ganga. Þrátt fyrir að við vitum að það eru einhverjir krakkar sem geta gengið þetta, þá er bara talið að það sé best að hefta aðgengið alveg.“ Nokkuð hafi borið á því að ung börn hafi verið með í för að gosinu. „Við höfum séð það að fólk er að fara með allt of ung börn. Bæði eru viðbragðsaðilar á staðnum að benda fólki á að þetta sé ekki sniðug leið fyrir ung börn og við höfum líka heyrt það að erlendir aðilar sem eru með börnin sín í fríi á Íslandi hefur ekki pössun. En þá verður það fólk bara því miður að sleppa því að fara þarna. Þetta er ekki ganga fyrir ung börn að fara.“
Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk.
Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent