„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2022 19:30 Systurnar Sigurlaug Hrafnsdóttir og Líney Hrafnsdóttir. Líney er móðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíkanska lýðveldinu árið 2008. arnar halldórsson Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. Þann 21. september árið 2008 var Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir myrt á hrottalegan hátt þegar hún var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu. Í dag, fjórtán árum síðar, gengur morðingi Hrafnhildar enn laus og hefur málinu verið lokað. Móðir Hrafnhildar segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist í málinu. Brosmild og vinamörg „Hún var bara gleðigjafi frá því að hún fæddist. Hún var mikill Ólafsfirðingur, það þekktu hana allir. Alltaf brosmild og góð. Hún vildi hjálpa gamla fólkinu sérstaklega og var vinur allra, yndisleg og rosalega vinamörg. Það voru allir vinir hennar. Maður labbaði með hana út í búð og þá heilsaði hún hverjum einasta manni. Allir þekktu Hrafnhildi,“ segir Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju. Hrafnhildur Lilja ólst upp á Ólafsfirði og stundaði nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri. Síðast vann hún sem rekstrarstjóri hjá Sporthúsinu í Kópavogi en margir sem æfðu þar muna eflaust eftir hlýjum móttökum hennar. Hrafnhildur Lilja var sögð brosmild og vinamörg.stöð 2 Hrafnhildur Lilja var ævintýragjörn og ferðaðist mikið. Síðasta ferðalag hennar var heimsreisa þar sem hún kom meðal annars við í New York, Dubai og Ástralíu en ferðalagið endaði í Dóminíska lýðveldinu þar sem hún fékk boð um að vinna á strandhóteli. Þar líkaði henni vel og vann hún sig upp í starf hótelstjóra á stuttum tíma. Fleiri urðu ferðalög Hrafnhildar Lilju ekki því hún var einungis 29 ára þegar hún fannst látin á hótelherbergi sínu í ferðamannabænum Cabarete í Dóminíska lýðveldinu. „Það er bara bankað hjá okkur, ég var nýkomin úr vinnu, var á kvöldvakt og þá er bankað klukkan hálf tvö að nóttu til. Maðurinn minn fór til dyra og lögreglustjórinn sagði; Ég þarf að fá að tala við ykkur bæði. Ég heyrði þetta, ég var bara rétt að sofna og fór fram og þá var þetta lögreglustjórinn á Ólafsfirði. Hann sagði; Ég verð bara að tilkynna ykkur það að Hrafnhildur Lilja fannst látin.“ Hrafnhildur Lilja ferðaðist mikið.stöð 2 Lík Hrafnhildar skilið eftir úti fyrir allra augum Í fyrstu sagði lögreglan í Dóminíska lýðveldinu að Hrafnhildur Lilja hefði tekið eigið líf. „Við tókum því svona passlega en svo var fréttamaður úti sem náði myndum af henni á börunum. Þá geymdu þeir [lögreglan] hana bara úti á stétt. Fréttamaðurinn náði myndum af henni og hennar áverkum og hann birti myndirnar til að sýna að þetta væri ekki sjálfsmorð. Það voru það miklir áverkar á henni og á baki og varnarsár. Þannig hún hefði engan veginn getað gert þetta sjálf. Þannig þeir [lögreglan] urðu að éta það ofan í sig að þetta var ekki sjálfsmorð en þeir ætluðu að afgreiða þetta þannig.“ Stungusár í baki, varnaráverkar á höndum og far eftir handjárn Krufning leiddi það í ljós að Hrafnhildur Lilja lést eftir þungt höfuðhögg. Hún var auk þess með áverka víða um líkamann, meðal annars eftir eggvopn en hún var með fjölda stungusára í baki og varnaráverka á höndum, auk þess sem hún var með áverka á úlnliðum eftir handjárn. Var hún með áverka eftir handjárn? „Já og stungin í bakið og var kjálkabrotin og mjög illa farin í andliti. Við gátum ekki, þegar hún var kistulögð, tekið klútinn af henni en ég sá hana, helminginn af andlitinu. Við ákváðum það ég og maðurinn minn að sýna bara hálft andlitið. Svo ætluðum við að sýna hendurnar á henni, þannig að fólk gæti komið við hendurnar á henni, en það var ekki hægt því hún var með svo mikla áverka á höndum líka, varnaráverka. Þannig það var mjög erfitt. Hún var mjög illa farin.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Segja illa staðið að rannsókn málsins Líney segir að hræðilega hafi verið staðið að rannsókn málsins úti í Dóminíska lýðveldinu. Lík Hrafnhildar hafi verið skilið eftir úti á börum fyrir allra augum og fátt um vandaða rannsóknarhætti. Þá hafi fólk vaðið inn og út af vettvangi glæpsins. „Ekki tekið DNA úr nöglum eða varnarsárum eða neinu.“ Hringdi vikulega til að fá upplýsingar Að minnsta kosti fjórir voru yfirheyrðir vegna málsins en síðar sleppt. Einn hið minnsta var handtekinn en enginn ákærður. Málinu var haldið opnu í eitt til tvö ár en síðan var rannsókn hætt og málinu lokað, án niðurstöðu. „Ég hringdi alltaf vikulega í örugglega eitt og hálft ár en fékk aldrei nein svör. Það var aldrei neitt við að gera.“ Þú þurftir sjálf að vera í þessu, að hringja út og biðja um upplýsingar. Var enginn sem aðstoðaði ykkur? Enginn milliliður? „Nei.“ Líney, móðir Hrafnhildar, biður íslensk stjórnvöld um aðstoð.stöð 2 Stjórnvöld geta beitt þrýstingi Lögreglan á Íslandi hefur vissulega bara lögsögu í málum hér á landi en Ísland hefur fulla aðild að stofnuninni Interpol sem rekur samskipta- og upplýsingakerfi fyrir alþjóðlegt lögreglustarf. Interpol er ekki alþjóðalögregla í orðsins fyllstu merkingu heldur fyrst og fremst þjónustustofnun og samstarfsvettvangur. Þá geta stjórnvöld á Íslandi beitt pólitískum þrýstingi. „Við báðum um það á þessum tíma að fá að senda tvo lögregluþjóna út, íslenska, til að fara yfir gögn. Skoða hvað hefði skeð en okkur var neitað. Það var eina hjálpin sem við báðum um.“ „Tekin af lífi en það gerir enginn neitt“ „Manni finnst bara svo undarlegt: Þetta er íslenskur ríkisborgari, hún er tekin af lífi en það gerir enginn neitt. Engin ráðuneyti, ekki neitt,“ segir Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar Lilju. „Það hefði verið huggun að senda tvo menn út, er ekki annað eins gert? Mér finnst að fólk eigi rétt á því undir svona kringumstæðum. Ég veit að hún er ekkert eina sem hefur lent í þessu, það eru fleiri fjölskyldur og fleiri sem hafa verið drepnir erlendis,“ segir Líney. Hvað með stjórnvöld á Íslandi, pólitíkusar, ráðherrar, beittu þeir sér aldrei? „Nei enginn.“ Líney og Sigurlaug segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist Hrafnhildi og fjölskyldunni allri.stöð 2 Stjórnvöld hafi brugðist Þær segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist Hrafnhildi Lilju og fjölskyldunni allri, en málið tók hræðilega á fjölskylduna. „Við erum bara, ég og maðurinn minn, bæði dottin út af vinnumarkaði og erum bara veik. Þetta er bara drullu erfitt ef ég á að vera hreinskilin.“ Þær segja að áfallateymi hafi aldrei verið sett af stað í kjölfar morðsins. Lífið hefur ekki beint leikið við fjölskylduna en bróðir Líneyjar og Sigurlaugar lést ungur í mótórhjólaslysi og faðir þeirra lést úr hjartaáfalli í útlöndum. „Með pabba sem lést úti 62 ára, það var búið. Hann fékk hjartaáfall og ekkert meira með það. En með þetta mál Hrafnhildar Lilju, við getum aldrei lokað því alveg. Þetta nístir mann inn að beini og verður örugglega alltaf þannig fyrst það verður aldrei nein niðurstaða.“ Systurnar Sigurlaug Hrafnsdóttir og Líney Hrafnsdóttir. Líney er móðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíkanska lýðveldinu árið 2008.arnar halldórsson Óttast að fá aldrei að vita sannleikann Þær óttast það að fá aldrei að vita hvað kom fyrir Hrafnhildi. Þær vilja að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, þar sem einhver gögn hljóti að vera til um málið. „Við yrðum mjög glöð ef þetta yrði tekið upp og gert það sem hægt er að gera og þá kemur það bara í ljós hvort eitthvað sé hægt að gera eitthvað eða ekki. Og þá er það kannski orðinn einhver punktur þó hann sé mjög daufur.“ „Það eru svo margir laskaðir“ Þá segjast þær vilja stíga fram og segja þeirra sögu í von um að enginn muni þurfa að mæta því hjálparleysi sem þær segjast hafa þurft að ganga í gegnum samhliða því að syrgja Hrafnhildi Lilju og hrottaleg örlög hennar. „Ég get ekki hugsað neinum manni að lenda í þessu aftur, sama og við erum búin að lenda í fjölskyldan. Þetta er svo hrikalega sárt og það er að skemma svo út frá sér þegar maður fær enga niðurstöðu. Það eru svo margir laskaðir, heilu fjölskyldurnar eru í rúst. Ég vil bara engum þess.“ „Maður vill náttúrulega fá einhverja niðurstöðu. Þú getur aldrei lokað svona máli nema að fá einhverja niðurstöðu. Ég vil fá að vita og ég vil að sá sem gerði þetta fái sína refsingu.“ Lögreglumál Íslendingar erlendis Dóminíska lýðveldið Ferðalög Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Þann 21. september árið 2008 var Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir myrt á hrottalegan hátt þegar hún var á ferðalagi í Dóminíska lýðveldinu. Í dag, fjórtán árum síðar, gengur morðingi Hrafnhildar enn laus og hefur málinu verið lokað. Móðir Hrafnhildar segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist í málinu. Brosmild og vinamörg „Hún var bara gleðigjafi frá því að hún fæddist. Hún var mikill Ólafsfirðingur, það þekktu hana allir. Alltaf brosmild og góð. Hún vildi hjálpa gamla fólkinu sérstaklega og var vinur allra, yndisleg og rosalega vinamörg. Það voru allir vinir hennar. Maður labbaði með hana út í búð og þá heilsaði hún hverjum einasta manni. Allir þekktu Hrafnhildi,“ segir Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju. Hrafnhildur Lilja ólst upp á Ólafsfirði og stundaði nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri. Síðast vann hún sem rekstrarstjóri hjá Sporthúsinu í Kópavogi en margir sem æfðu þar muna eflaust eftir hlýjum móttökum hennar. Hrafnhildur Lilja var sögð brosmild og vinamörg.stöð 2 Hrafnhildur Lilja var ævintýragjörn og ferðaðist mikið. Síðasta ferðalag hennar var heimsreisa þar sem hún kom meðal annars við í New York, Dubai og Ástralíu en ferðalagið endaði í Dóminíska lýðveldinu þar sem hún fékk boð um að vinna á strandhóteli. Þar líkaði henni vel og vann hún sig upp í starf hótelstjóra á stuttum tíma. Fleiri urðu ferðalög Hrafnhildar Lilju ekki því hún var einungis 29 ára þegar hún fannst látin á hótelherbergi sínu í ferðamannabænum Cabarete í Dóminíska lýðveldinu. „Það er bara bankað hjá okkur, ég var nýkomin úr vinnu, var á kvöldvakt og þá er bankað klukkan hálf tvö að nóttu til. Maðurinn minn fór til dyra og lögreglustjórinn sagði; Ég þarf að fá að tala við ykkur bæði. Ég heyrði þetta, ég var bara rétt að sofna og fór fram og þá var þetta lögreglustjórinn á Ólafsfirði. Hann sagði; Ég verð bara að tilkynna ykkur það að Hrafnhildur Lilja fannst látin.“ Hrafnhildur Lilja ferðaðist mikið.stöð 2 Lík Hrafnhildar skilið eftir úti fyrir allra augum Í fyrstu sagði lögreglan í Dóminíska lýðveldinu að Hrafnhildur Lilja hefði tekið eigið líf. „Við tókum því svona passlega en svo var fréttamaður úti sem náði myndum af henni á börunum. Þá geymdu þeir [lögreglan] hana bara úti á stétt. Fréttamaðurinn náði myndum af henni og hennar áverkum og hann birti myndirnar til að sýna að þetta væri ekki sjálfsmorð. Það voru það miklir áverkar á henni og á baki og varnarsár. Þannig hún hefði engan veginn getað gert þetta sjálf. Þannig þeir [lögreglan] urðu að éta það ofan í sig að þetta var ekki sjálfsmorð en þeir ætluðu að afgreiða þetta þannig.“ Stungusár í baki, varnaráverkar á höndum og far eftir handjárn Krufning leiddi það í ljós að Hrafnhildur Lilja lést eftir þungt höfuðhögg. Hún var auk þess með áverka víða um líkamann, meðal annars eftir eggvopn en hún var með fjölda stungusára í baki og varnaráverka á höndum, auk þess sem hún var með áverka á úlnliðum eftir handjárn. Var hún með áverka eftir handjárn? „Já og stungin í bakið og var kjálkabrotin og mjög illa farin í andliti. Við gátum ekki, þegar hún var kistulögð, tekið klútinn af henni en ég sá hana, helminginn af andlitinu. Við ákváðum það ég og maðurinn minn að sýna bara hálft andlitið. Svo ætluðum við að sýna hendurnar á henni, þannig að fólk gæti komið við hendurnar á henni, en það var ekki hægt því hún var með svo mikla áverka á höndum líka, varnaráverka. Þannig það var mjög erfitt. Hún var mjög illa farin.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Segja illa staðið að rannsókn málsins Líney segir að hræðilega hafi verið staðið að rannsókn málsins úti í Dóminíska lýðveldinu. Lík Hrafnhildar hafi verið skilið eftir úti á börum fyrir allra augum og fátt um vandaða rannsóknarhætti. Þá hafi fólk vaðið inn og út af vettvangi glæpsins. „Ekki tekið DNA úr nöglum eða varnarsárum eða neinu.“ Hringdi vikulega til að fá upplýsingar Að minnsta kosti fjórir voru yfirheyrðir vegna málsins en síðar sleppt. Einn hið minnsta var handtekinn en enginn ákærður. Málinu var haldið opnu í eitt til tvö ár en síðan var rannsókn hætt og málinu lokað, án niðurstöðu. „Ég hringdi alltaf vikulega í örugglega eitt og hálft ár en fékk aldrei nein svör. Það var aldrei neitt við að gera.“ Þú þurftir sjálf að vera í þessu, að hringja út og biðja um upplýsingar. Var enginn sem aðstoðaði ykkur? Enginn milliliður? „Nei.“ Líney, móðir Hrafnhildar, biður íslensk stjórnvöld um aðstoð.stöð 2 Stjórnvöld geta beitt þrýstingi Lögreglan á Íslandi hefur vissulega bara lögsögu í málum hér á landi en Ísland hefur fulla aðild að stofnuninni Interpol sem rekur samskipta- og upplýsingakerfi fyrir alþjóðlegt lögreglustarf. Interpol er ekki alþjóðalögregla í orðsins fyllstu merkingu heldur fyrst og fremst þjónustustofnun og samstarfsvettvangur. Þá geta stjórnvöld á Íslandi beitt pólitískum þrýstingi. „Við báðum um það á þessum tíma að fá að senda tvo lögregluþjóna út, íslenska, til að fara yfir gögn. Skoða hvað hefði skeð en okkur var neitað. Það var eina hjálpin sem við báðum um.“ „Tekin af lífi en það gerir enginn neitt“ „Manni finnst bara svo undarlegt: Þetta er íslenskur ríkisborgari, hún er tekin af lífi en það gerir enginn neitt. Engin ráðuneyti, ekki neitt,“ segir Sigurlaug Hrafnsdóttir, móðursystir Hrafnhildar Lilju. „Það hefði verið huggun að senda tvo menn út, er ekki annað eins gert? Mér finnst að fólk eigi rétt á því undir svona kringumstæðum. Ég veit að hún er ekkert eina sem hefur lent í þessu, það eru fleiri fjölskyldur og fleiri sem hafa verið drepnir erlendis,“ segir Líney. Hvað með stjórnvöld á Íslandi, pólitíkusar, ráðherrar, beittu þeir sér aldrei? „Nei enginn.“ Líney og Sigurlaug segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist Hrafnhildi og fjölskyldunni allri.stöð 2 Stjórnvöld hafi brugðist Þær segja að íslensk stjórnvöld hafi brugðist Hrafnhildi Lilju og fjölskyldunni allri, en málið tók hræðilega á fjölskylduna. „Við erum bara, ég og maðurinn minn, bæði dottin út af vinnumarkaði og erum bara veik. Þetta er bara drullu erfitt ef ég á að vera hreinskilin.“ Þær segja að áfallateymi hafi aldrei verið sett af stað í kjölfar morðsins. Lífið hefur ekki beint leikið við fjölskylduna en bróðir Líneyjar og Sigurlaugar lést ungur í mótórhjólaslysi og faðir þeirra lést úr hjartaáfalli í útlöndum. „Með pabba sem lést úti 62 ára, það var búið. Hann fékk hjartaáfall og ekkert meira með það. En með þetta mál Hrafnhildar Lilju, við getum aldrei lokað því alveg. Þetta nístir mann inn að beini og verður örugglega alltaf þannig fyrst það verður aldrei nein niðurstaða.“ Systurnar Sigurlaug Hrafnsdóttir og Líney Hrafnsdóttir. Líney er móðir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíkanska lýðveldinu árið 2008.arnar halldórsson Óttast að fá aldrei að vita sannleikann Þær óttast það að fá aldrei að vita hvað kom fyrir Hrafnhildi. Þær vilja að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, þar sem einhver gögn hljóti að vera til um málið. „Við yrðum mjög glöð ef þetta yrði tekið upp og gert það sem hægt er að gera og þá kemur það bara í ljós hvort eitthvað sé hægt að gera eitthvað eða ekki. Og þá er það kannski orðinn einhver punktur þó hann sé mjög daufur.“ „Það eru svo margir laskaðir“ Þá segjast þær vilja stíga fram og segja þeirra sögu í von um að enginn muni þurfa að mæta því hjálparleysi sem þær segjast hafa þurft að ganga í gegnum samhliða því að syrgja Hrafnhildi Lilju og hrottaleg örlög hennar. „Ég get ekki hugsað neinum manni að lenda í þessu aftur, sama og við erum búin að lenda í fjölskyldan. Þetta er svo hrikalega sárt og það er að skemma svo út frá sér þegar maður fær enga niðurstöðu. Það eru svo margir laskaðir, heilu fjölskyldurnar eru í rúst. Ég vil bara engum þess.“ „Maður vill náttúrulega fá einhverja niðurstöðu. Þú getur aldrei lokað svona máli nema að fá einhverja niðurstöðu. Ég vil fá að vita og ég vil að sá sem gerði þetta fái sína refsingu.“
Lögreglumál Íslendingar erlendis Dóminíska lýðveldið Ferðalög Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent