Glæpur gegn mannkyni Hjálmtýr Heiðdal skrifar 18. ágúst 2022 12:01 Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar