Neitar sök í Barðavogsmálinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 15:40 Magnús Aron neitaði sök. Vísir/Hallgerður Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. Maðurinn, sem heitir Magnús Aron Magnússon, var leiddur inn í dómsal í járnum þegar málið var þingfest klukkan þrjú síðdegis í dag. Magnús er ákærður fyrir að hafa orðið Gylfa að bana laugardaginn 4. júní síðastliðinn fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í Reykjavík en þeir voru nágrannar. Fram kemur í ákærunni að Magnús hafi veist að Gylfa með ofbeldi inni á stigagangi hússins en átökin svo færst út. Magnús er ákærður fyrir að hafa sparkað og kýlt Gylfa, fellt hann og haldið ofbeldinu áfram með spörkum og stappi á andlit og brjóstkassa. Hann hafi gengið fram með svo miklu offorsi að Gylfi hafi margbrotnað á kjálka, hlotið brot á nefbeini, kinnbeini og tungubeini auk þess sem hann hafi marist víða um líkamann og hlotið blæðingar. Áverkarnir hafi torveldað Gylfa öndun og hann látist á vettvangi meðal annars með mar á heila. Magnús neitaði sök en að sögn verjanda hans er afstaða Magnúsar sú að andlátið hafi borið að í átökum og málalýsingar saksóknara stemmi ekki. Níu gera bótakröfur í málinu, fjögur börn Gylfa, fjögur systkini hans og eitt foreldri. Magnús viðurkennir bótakröfur barnanna og foreldris Gylfa en hafnar bótakröfum systkina hans. Fram kom í dómsal að tveir yfirmatsmenn hafi verið dómkvaddir 25. ágúst síðastliðinn og kapp sé lagt á að ljúka sakhæfismati. Þá fór lögmaður Magnúsar fram á að þinghald yrði lokað í málinu en saksóknari mótmælti því og lögmaður fjölskyldunnar greindi frá að hún vildi hafa þinghaldið opið. Dómari hafnaði kröfu um lokað þinghald. Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Magnús Aron Magnússon, var leiddur inn í dómsal í járnum þegar málið var þingfest klukkan þrjú síðdegis í dag. Magnús er ákærður fyrir að hafa orðið Gylfa að bana laugardaginn 4. júní síðastliðinn fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í Reykjavík en þeir voru nágrannar. Fram kemur í ákærunni að Magnús hafi veist að Gylfa með ofbeldi inni á stigagangi hússins en átökin svo færst út. Magnús er ákærður fyrir að hafa sparkað og kýlt Gylfa, fellt hann og haldið ofbeldinu áfram með spörkum og stappi á andlit og brjóstkassa. Hann hafi gengið fram með svo miklu offorsi að Gylfi hafi margbrotnað á kjálka, hlotið brot á nefbeini, kinnbeini og tungubeini auk þess sem hann hafi marist víða um líkamann og hlotið blæðingar. Áverkarnir hafi torveldað Gylfa öndun og hann látist á vettvangi meðal annars með mar á heila. Magnús neitaði sök en að sögn verjanda hans er afstaða Magnúsar sú að andlátið hafi borið að í átökum og málalýsingar saksóknara stemmi ekki. Níu gera bótakröfur í málinu, fjögur börn Gylfa, fjögur systkini hans og eitt foreldri. Magnús viðurkennir bótakröfur barnanna og foreldris Gylfa en hafnar bótakröfum systkina hans. Fram kom í dómsal að tveir yfirmatsmenn hafi verið dómkvaddir 25. ágúst síðastliðinn og kapp sé lagt á að ljúka sakhæfismati. Þá fór lögmaður Magnúsar fram á að þinghald yrði lokað í málinu en saksóknari mótmælti því og lögmaður fjölskyldunnar greindi frá að hún vildi hafa þinghaldið opið. Dómari hafnaði kröfu um lokað þinghald.
Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34