„Það eru aðrir ráðherrar sem titra hérna í hnjánum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2022 11:27 Pallurinn var vígður í dag í blíðskaparverði. Vísir/Gulli Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður í morgun. Ríkisstjórnin var viðstödd vígsluna og ljóst er að sumir þeirra eru lofthræddari en aðrir. Það var Pétur Vigfússon, íbúi á Bolungarvík sem fékk þann heiður að klippa á borðann í mikilli veðurblíðu. Var útsýnispallurinn, sem var byggður utan á Bolafjalli í um sex hundruð metra hæð, því formlega opnaður. Fjölmiðlamaðurinn Gulli Helgason var staddur á Bolafjalli í morgun. Streymdi hann frá athöfninni í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi í morgun. Ríkisstjórnin á hengiflugi.Vísir/Gulli Það vildi svo til að ríkisstjórnin er stödd á Vestfjörðum en árlegur sumarfundur hennar verður haldinn á Ísafirði í dag. Ráðherrarnir nýttu því tækifærið og voru viðstaddir opnunina. Sigurður Ingi fann sér góðan stað en Áslaug Arna finnur ekki fyrir lofthræðslu Gulli ræddi við flesta ráðherrana og má ljóst telja að þeir séu mislofthræddir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins steig til að mynda varfærnum skrefum inn á pallinn. Bjarni, þú ert ósmeykur? „Ja, ég er að fikra mig hérna út á pallinn. Ég er ekki lagstur í jörðina ennþá. Við Bolafjall í dag.Gulli Helga Gulli benti þá Bjarna á að hann hefði ekkert kíkt mikið yfir brúnina, og teymdi hann að handriðinu. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt. Pallurinn gefur manni ákveðna öryggiskennd sem að skiptir máli,“ sagði Bjarni sem sagðist einnig vera á pallinum til að kanna hvort að það væri rétt að það væri hægt að sjá til Grænlands af pallinum. Klippa: Ráðherrarnir mislofthræddir á útsýnispallinum á Bolafjalli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunarmála, steig hins vegar óhrædd út á pallinn. „Þetta er ótrúlega merkilegt og fallegt. Ég er svo heppin að vera ekki lofthrædd þannig að það eru aðrir ráðherrar sem titra hérna í hnjánum,“ sagði Áslaug Arna. Sigurður Ingi Jóhannson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var búinn að finna sér góðan stað á miðjum pallinum þegar Gulli náði tali af honum. „Þetta er geggjaður staður og geggjað mannvirki,“ sagði Sigurður Ingi sem bætti við að pallurinn væri gott dæmi um óendanleg tækifæri sem hægt væri að nýta til að ýta undir náttúru Íslands. „Þegar við ýtum undir hana með svona mannvirkjum þá margfaldast hún,“ sagði Sigurður Ingi sem var einnig spurður að því hvort hann væri lofthræddur. Klippa: Gulli Helga tekur forskot á sæluna á Bolafjalli „Ekki alvarlega en ég finn alveg fyrir því,“ sagði Sigurður Ingi sem lenti þá í því sama og Bjarni, Gulli einfaldlega teymdi hann að handriðinu til að kíkja yfir. „Þetta er allt í lagi, það er verra að horfa hérna niður,“ sagði Sigurður Ingi og benti á möskvana í gólfi pallsins. Við Bolafjall í dag.Vísir/Gulli Sagði Gulli þá við Sigurð Inga að besta útsýnið væri á enda pallsins. „Já, ég ætla ekki þangað.“ Sjá má viðtöl Gulla við ráðherrana sem og fleiri sem voru staddir á pallinum í morgun hér að ofan. Rætt var við Finnboga Bjarnason, verkefnastjóri verksins, ræddi um útsýnispallinn í Bítinu á morgun. Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búið að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða Búið er að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða. Vegurinn sem liggur að útsýnispallinum, sem hefur verið í slæmu ásigkomulagi að undanförnu, var heflaður og rykbundinn í sumar svo aðkoman er orðin allt önnur. 28. júlí 2022 14:14 Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Það var Pétur Vigfússon, íbúi á Bolungarvík sem fékk þann heiður að klippa á borðann í mikilli veðurblíðu. Var útsýnispallurinn, sem var byggður utan á Bolafjalli í um sex hundruð metra hæð, því formlega opnaður. Fjölmiðlamaðurinn Gulli Helgason var staddur á Bolafjalli í morgun. Streymdi hann frá athöfninni í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi í morgun. Ríkisstjórnin á hengiflugi.Vísir/Gulli Það vildi svo til að ríkisstjórnin er stödd á Vestfjörðum en árlegur sumarfundur hennar verður haldinn á Ísafirði í dag. Ráðherrarnir nýttu því tækifærið og voru viðstaddir opnunina. Sigurður Ingi fann sér góðan stað en Áslaug Arna finnur ekki fyrir lofthræðslu Gulli ræddi við flesta ráðherrana og má ljóst telja að þeir séu mislofthræddir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins steig til að mynda varfærnum skrefum inn á pallinn. Bjarni, þú ert ósmeykur? „Ja, ég er að fikra mig hérna út á pallinn. Ég er ekki lagstur í jörðina ennþá. Við Bolafjall í dag.Gulli Helga Gulli benti þá Bjarna á að hann hefði ekkert kíkt mikið yfir brúnina, og teymdi hann að handriðinu. „Þetta er náttúrulega stórkostlegt. Pallurinn gefur manni ákveðna öryggiskennd sem að skiptir máli,“ sagði Bjarni sem sagðist einnig vera á pallinum til að kanna hvort að það væri rétt að það væri hægt að sjá til Grænlands af pallinum. Klippa: Ráðherrarnir mislofthræddir á útsýnispallinum á Bolafjalli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunarmála, steig hins vegar óhrædd út á pallinn. „Þetta er ótrúlega merkilegt og fallegt. Ég er svo heppin að vera ekki lofthrædd þannig að það eru aðrir ráðherrar sem titra hérna í hnjánum,“ sagði Áslaug Arna. Sigurður Ingi Jóhannson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var búinn að finna sér góðan stað á miðjum pallinum þegar Gulli náði tali af honum. „Þetta er geggjaður staður og geggjað mannvirki,“ sagði Sigurður Ingi sem bætti við að pallurinn væri gott dæmi um óendanleg tækifæri sem hægt væri að nýta til að ýta undir náttúru Íslands. „Þegar við ýtum undir hana með svona mannvirkjum þá margfaldast hún,“ sagði Sigurður Ingi sem var einnig spurður að því hvort hann væri lofthræddur. Klippa: Gulli Helga tekur forskot á sæluna á Bolafjalli „Ekki alvarlega en ég finn alveg fyrir því,“ sagði Sigurður Ingi sem lenti þá í því sama og Bjarni, Gulli einfaldlega teymdi hann að handriðinu til að kíkja yfir. „Þetta er allt í lagi, það er verra að horfa hérna niður,“ sagði Sigurður Ingi og benti á möskvana í gólfi pallsins. Við Bolafjall í dag.Vísir/Gulli Sagði Gulli þá við Sigurð Inga að besta útsýnið væri á enda pallsins. „Já, ég ætla ekki þangað.“ Sjá má viðtöl Gulla við ráðherrana sem og fleiri sem voru staddir á pallinum í morgun hér að ofan. Rætt var við Finnboga Bjarnason, verkefnastjóri verksins, ræddi um útsýnispallinn í Bítinu á morgun.
Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búið að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða Búið er að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða. Vegurinn sem liggur að útsýnispallinum, sem hefur verið í slæmu ásigkomulagi að undanförnu, var heflaður og rykbundinn í sumar svo aðkoman er orðin allt önnur. 28. júlí 2022 14:14 Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Búið að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða Búið er að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða. Vegurinn sem liggur að útsýnispallinum, sem hefur verið í slæmu ásigkomulagi að undanförnu, var heflaður og rykbundinn í sumar svo aðkoman er orðin allt önnur. 28. júlí 2022 14:14
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent