Bingóferðin sem breyttist í kennslustund Hildur Inga Magnadóttir skrifar 28. september 2022 09:30 Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Þessi fjölskyldustund hafði ekki á neinn hátt átt að verða að kennslustund en hún varð það, alveg óvart. Rétt áður en við gengum inn í salinn skutu ýmsar hugsanir upp kollinum hjá okkur foreldrunum: ,,Ahh, hafa börn á þessum aldri eitthvað að gera í bingó? Munu þau trufla aðra bingó spilara?”. Börnin fengu að velja eitt spjald á mann, það var mikið skoðað og pælt: ,,nei þetta gengur ekki, það er spotti á þessu spjaldi, afhverju má ég ekki fá fjögur?” Þeim var hjartanlega sama um hvað var í vinning, það var bara eitthvað svo ævintýralegt við þetta. Tölurnar voru lesnar upp í hrönnum og börnin fengu aðstoð við að kíkja á spjöldin sín: ,,Oddur 71, þá kíkir þú á O, ertu með 7 og 1? O jæja, kannski færðu næstu tölu”. Gluggarnir lokuðust hver af öðrum og allt í einu var bara ein tala eftir á spjaldi þriggja ára drengsins og ótrúlegt en satt þá var sú síðasta lesin upp. ,,BINGÓ!” Hann fékk stutta útskýringu á því hvað þyrfti að gera, gekk með spjaldið sitt upp á svið í fylgd með föður sínum. Vinningurinn var svo stór að það var engin leið fyrir manninn unga að taka við honum. Sjúkk, gott að fá aðstoð frá pabba. Sigri hrósandi kom hann til baka, prílaði í mömmufang og hvíslaði stoltur í eyrað mitt: ,,ég þorði að fara sjálfur upp á svið”. Stuttu seinna var svo athyglin farin, eins og við var að búast hjá þriggja ára, og hann fékk að skottast yfir í næsta hús til ömmu og afa. Þá að þeirri fimm ára. Forvitnin var mikil, allt svo nýtt og henni fannst skrítið að í þessum leik mætti ekki bara opna og loka gluggum á spjaldinu þegar hana langaði til. ,,Mamma, ég er alveg í spreng”. Bara tvær tölur eftir á spjaldinu hjá mér og spennan í hámarki: ,,Viltu prófa að fara sjálf?” sagði ég eftir svolitla umhugsun, sér í lagi þar sem baðherbergið var í augnsýn, sem hún og gerði eftir smá hik. Stuttu seinna kom stelpuskottan til baka, eitt stórt bros og sagði: ,,mamma, ég gat þetta alveg sjálf, þú þurftir ekki að labba með mér“. Ekkert bingó hjá henni í þetta skiptið en það skipti engu máli. Sigurtilfinningin var samt til staðar. Þegar ég lagðist á koddann um kvöldið áttaði ég mig á þvi hversu frábæra kennslustund ég hafði hlotið og velti fyrir mér hversu oft sambærilegar aðstæður færu framhjá okkur í daglegu lífi. Það var dýrmætt að fara yfir sigra dagsins og voru þeir mikið ræddir næstu daga. Áminningin um að stíga skref til baka var kærkomin. Að treysta þroskaferli barnanna, að leyfa þeim að takast á við áskoranir upp á eigin spýtur og vera þeim innan handar eftir þörfum. Stolt, hugrökk og glöð börn fengu smá innspýtingu í sjálfstraustið þennan dag. Eflaust fara mörg tækifæri framhjá okkur foreldrum þar sem við getum stuðlað að auknu sjálfstæði barnanna okkar. Oft á tíðum er það af gömlum vana, við viljum auðvelda börnunum okkar lífið og eigum það til að pakka þeim inn í bómull. En af hverju gerum við það? Næst þegar við stöndum okkur að því að ,,vernda” þau fyrir áskorunum lífsins, stöldrum þá við og spyrjum okkur frekar að því hvernig við getum verið til staðar og stutt við þau án þess að ræna þau þroskatækifærinu sem þau standa frammi fyrir. Getur verið að það sé okkar eigin óþolinmæði og mikill hraði samfélagsins sem gerir það að verkum að við höfum ekki tíma til að staldra við og leyfa börnunum að prófa sig áfram? Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun