Þar eigum við heima Logi Einarsson skrifar 28. september 2022 11:14 Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Logi Einarsson Evrópusambandið Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar