Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Marín Þórsdóttir skrifar 6. október 2022 07:00 Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. Þrátt fyrir þennan gífurlega fjölda fólks á öllum aldri sem lætur lífið vegna ofskömmtunar á ópíóíðum, svo sem Contalgini, Heróíni, Methadoni, Fentanýli, Oxykódoni eða Búprenorfíni, var mótefni við því ekki aðgengilegt hér á Íslandi fyrr en nú á þessu ári, en þá var eitt stærsta mannréttindaskref fyrir einstaklinga sem nota ólögleg vímuefni stigið og lyfið Nyxoid gert aðgengilegt fyrir öll, þeim að kostnaðarlausu. Nyxoid lyfið, sem inniheldur virka efnið Naloxone, hefur verið til í áratugi og margsannað gildi sitt víða um heim. Mótefnið fæst meðal annars sem nefúði og það er ekki hægt að misnota. Dreifing á Nyxoid hófst hér á Íslandi fyrir alvöru þegar skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður og neyslurýmið Ylja, hófu dreifingu á því í marsmánuði fyrir tilstuðlan styrks frá fjársterkum einstaklingum. Fljótlega tók heilbrigðisráðuneytið við sér og um haustið var mótefnið gert aðgengilegt öllum þeim sem það þurfa, sem og viðbragðsaðilum. Þessu mikilvæga mannréttindaskrefi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi ber að fagna. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hafa nú dreift tæplega 200 skömmtum til notenda og kennt þeim að nota lyfið. Lyfið er í raun er afar einfalt í notkun og allir Íslendingar ættu að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast við þeim. Áður en lyfið er gefið skal ganga úr skugga um hvort einstaklingurinn sé með meðvitund, en helstu einkenni ofskömmtunar eru: Skortur á viðbrögðum við snertingu og/eða hljóði. Öndunin verður hæg eða jafnvel stöðvast. Hrotur, hrygglur eða köfnunarhljóð koma frá viðkomandi. Neglur og varir verða bláar. Augasteinar verða agnarsmáir (e. pinpoint). Ef grunur liggur á ofskömmtun er mikilvægt að hringja strax í 112. Síðan er nefúðinn gefinn í aðra nösina, en í hverju hylki er einn skammtur. Ef sjúklingur sýnir engan bata eða einkenni ofskömmtunar hafa komið aftur skal gefa annan skammt af nefúðanum 2-3 mínútum síðar og þá í hina nösina og úr öðru hylki. Lyfið á að verka nokkuð skjótt og hjá einstaklingum sem eru háðir ópíóíðum geta fráhvarfseinkenni frá þeim gert vart við sig. Líkt og hjartastuðtæki sem hanga uppi á flestum opinberum stofnunum og fjölmennum vinnustöðum ætti lítil gul Naloxone taska með tveimur nefúðum að hanga á sama stað. Almenningur ætti einnig að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast rétt við. Með samheldnu átaki getum við fækkað ótímabærum dauðsföllum af völdum ópíóíðum, því hvert mannslíf skiptir máli og við missum því miður alltof marga einstaklinga á þennan hátt á hverju ári. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. Þrátt fyrir þennan gífurlega fjölda fólks á öllum aldri sem lætur lífið vegna ofskömmtunar á ópíóíðum, svo sem Contalgini, Heróíni, Methadoni, Fentanýli, Oxykódoni eða Búprenorfíni, var mótefni við því ekki aðgengilegt hér á Íslandi fyrr en nú á þessu ári, en þá var eitt stærsta mannréttindaskref fyrir einstaklinga sem nota ólögleg vímuefni stigið og lyfið Nyxoid gert aðgengilegt fyrir öll, þeim að kostnaðarlausu. Nyxoid lyfið, sem inniheldur virka efnið Naloxone, hefur verið til í áratugi og margsannað gildi sitt víða um heim. Mótefnið fæst meðal annars sem nefúði og það er ekki hægt að misnota. Dreifing á Nyxoid hófst hér á Íslandi fyrir alvöru þegar skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður og neyslurýmið Ylja, hófu dreifingu á því í marsmánuði fyrir tilstuðlan styrks frá fjársterkum einstaklingum. Fljótlega tók heilbrigðisráðuneytið við sér og um haustið var mótefnið gert aðgengilegt öllum þeim sem það þurfa, sem og viðbragðsaðilum. Þessu mikilvæga mannréttindaskrefi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi ber að fagna. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hafa nú dreift tæplega 200 skömmtum til notenda og kennt þeim að nota lyfið. Lyfið er í raun er afar einfalt í notkun og allir Íslendingar ættu að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast við þeim. Áður en lyfið er gefið skal ganga úr skugga um hvort einstaklingurinn sé með meðvitund, en helstu einkenni ofskömmtunar eru: Skortur á viðbrögðum við snertingu og/eða hljóði. Öndunin verður hæg eða jafnvel stöðvast. Hrotur, hrygglur eða köfnunarhljóð koma frá viðkomandi. Neglur og varir verða bláar. Augasteinar verða agnarsmáir (e. pinpoint). Ef grunur liggur á ofskömmtun er mikilvægt að hringja strax í 112. Síðan er nefúðinn gefinn í aðra nösina, en í hverju hylki er einn skammtur. Ef sjúklingur sýnir engan bata eða einkenni ofskömmtunar hafa komið aftur skal gefa annan skammt af nefúðanum 2-3 mínútum síðar og þá í hina nösina og úr öðru hylki. Lyfið á að verka nokkuð skjótt og hjá einstaklingum sem eru háðir ópíóíðum geta fráhvarfseinkenni frá þeim gert vart við sig. Líkt og hjartastuðtæki sem hanga uppi á flestum opinberum stofnunum og fjölmennum vinnustöðum ætti lítil gul Naloxone taska með tveimur nefúðum að hanga á sama stað. Almenningur ætti einnig að þekkja einkenni ofskömmtunar og kunna að bregðast rétt við. Með samheldnu átaki getum við fækkað ótímabærum dauðsföllum af völdum ópíóíðum, því hvert mannslíf skiptir máli og við missum því miður alltof marga einstaklinga á þennan hátt á hverju ári. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun