Viltu segja nafnið á eldfjallinu sem gaus 2010? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 12. október 2022 12:00 Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt. Erlent ferðafólk er hingað komið til að sækja sér einhvers konar reynslu fremur en að slaka á, eins og stundum er reyndin þegar fólk fer í frí. Íslensk náttúra dregur þetta fólk til sín en það hefur jafnframt áhuga á þjóðinni sem byggir landið, venjum hennar, menningu og tungumáli. Landvörðurinn sinnir því ekki eingöngu fræðslu um íslenska náttúru og umgengni við hana heldur lendir iðulega í samræðum um allt hvað eina sem snýr að mannlífi okkar sem hér búum, tungumálið þar á meðal. Áhuginn á tungumálinu beinist fyrst og fremst að framburði orða, ekki síst örnefna á þeim stöðum sem fólk ætlar að skoða, en líka því að við skulum sérstakt tungumál, svona fá, hvaða tungumál séu skyldust íslensku og jafnvel að beygingakerfi og öðrum sérhæfðari þáttum sem snerta íslenskt mál. Engu að síður eru skilti með ensku í öndvegi það fyrsta sem mætir erlendu ferðafólki þegar það kemur í flugstöðina í Keflavík. Það lítur í raun út fyrir að enska sé aðaltungumálið hér á landi. Þetta er auðvitað mikil ókurteisi við okkur heimafólkið. En það ætti líka að teljast sjálfsögð kurteisi og gestrisni við erlent ferðafólk að það finni að það sé statt í íslensku málumhverfi en ekki ensku, að því sé gefinn kostur á að sjá og heyra íslenska tungu sem víðast. Það er að mínu mati og margra annarra alger mislestur á aðstæðum að gefa sér að þessi framsetning þjóni ferðafólki, sem vissulega eru meirihluti þeirra sem fara um flugstöðina. Sex ár eru liðin síðan enska var sett í öndvegi á skiltunum í flugstöðinni. Málið hefur verið tekið upp við Isavia og Íslensk málnefnd haldið áfram að fylgja því eftir við stjórnvöld. Enn eru skiltin óbreytt og kostnaði við að breyta þeim borið við. Við sem höfum farið um flugstöðina þessi ár vitum þó að ýmsar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar þar undanfarin ár en alltaf hefur íslenskan setið á hakanum. Það er óþolandi að Isavia skuli stöðugt færast undan og halda fast við að gera ensku hærra undir höfði en íslensku á Keflavíkurflugvelli. Það er líka ólíðandi að íslensk stjórnvöld skuli láta þetta viðgangast hjá fyrirtæki sem er alfarið í opinberri eigu. Íslenskt mál á að vera í öndvegi á Íslandi. Höfundur starfar meðal annars við landvörslu og situr í stjórn Íslenskrar málnefndar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun