Á að bíta barn sem bítur? Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 12. október 2022 17:30 Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu níu árum, eða um 64%. Fólksfjölgun skýrir ekki þessa síhækkandi tíðni því hún var aðeins um 15% á sama tímabili. Í svari frá dómsmálaráðherra um ofbeldisbrot framin af börnum kemur í ljós að þeim hefur ekki síður fjölgað undanfarin níu ár. Árið 2012 var 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot – en á síðasta ári var talan komin upp í 170. Þá hefur fjöldi brota einnig margfaldast á tímabilinu, sem þýðir að þau börn sem fremja ofbeldisbrot eru farin að gera það í auknum mæli. https://www.althingi.is/altext/152/s/0557.html Eru rafbyssur svarið? Þessi þróun er vægast sagt ógnvænleg og kallar á skýr viðbrögð frá ríkisstjórninni, en þau virðast ekki ætla að bregðast við henni með langtímaúrræðum eða auknum forvörnum. Þau telja það hins vegar þjóðþrifamál, í skugga stigvaxandi ofbeldis, að auka vopnaburð lögreglu og leyfa þeim að ganga með rafbyssur. Þau ætla semsagt að bregðast við auknu ofbeldi með meira ofbeldi. Rafstuð getur leitt til andláts Það hljómar vægast sagt eins og undarleg lausn. Rafbyssur eru hættulegar og fólk hefur látist í kjölfar þess að fá rafstuð. Hegðun mótast mikið af herminámi og ef við viljum að unga fólkið okkar hætti að beita ofbeldi gefur auga leið að lausnin felst ekki í auknum heimildum löggæslu til að beita ofbeldi. Á sama hátt og við kennum ekki barni að hætta að bíta með því að bíta það. Það þarf að hugsa dæmið upp á nýtt og skilgreina hvernig við ætlum að fyrirbyggja ofbeldi og tryggja öryggi fólks. Vissulega þarf einnig að tryggja öryggi starfsfólks lögreglu – en ég tel að hér sé verið að byrja á öfugum enda. Ofbeldi eykst í hverju horni Í átakanlegum Kastljóssþætti fyrr í vikunni var rætt um andlegt ofbeldi sem hinsegin börn verða í auknum mæli fyrir frá jafningjum sínum. Ljóst er að ofbeldi meðal barna og fullorðinna er að aukast á öllum vígstöðum og ríkisstjórnin verður að átta sig á því að lausnin við ofbeldi er aldrei meira ofbeldi. Það þarf að líta þessa skelfilegu þróun mjög alvarlegum augum og leita skilvirkra leiða til að snúa henni við áður en fleiri börn finna sig knúin til að enda eigið líf vegna ofbeldis sem þau verða fyrir. Ríkistjórn þessa lands ber ábyrgð á því að bregðast við þessu, ekki seinna en í dag. Höfundur er varaþingkona Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Píratar Lögreglan Alþingi Skotvopn Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já. Þeim hefur fjölgað umtalsvert á síðustu níu árum, eða um 64%. Fólksfjölgun skýrir ekki þessa síhækkandi tíðni því hún var aðeins um 15% á sama tímabili. Í svari frá dómsmálaráðherra um ofbeldisbrot framin af börnum kemur í ljós að þeim hefur ekki síður fjölgað undanfarin níu ár. Árið 2012 var 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot – en á síðasta ári var talan komin upp í 170. Þá hefur fjöldi brota einnig margfaldast á tímabilinu, sem þýðir að þau börn sem fremja ofbeldisbrot eru farin að gera það í auknum mæli. https://www.althingi.is/altext/152/s/0557.html Eru rafbyssur svarið? Þessi þróun er vægast sagt ógnvænleg og kallar á skýr viðbrögð frá ríkisstjórninni, en þau virðast ekki ætla að bregðast við henni með langtímaúrræðum eða auknum forvörnum. Þau telja það hins vegar þjóðþrifamál, í skugga stigvaxandi ofbeldis, að auka vopnaburð lögreglu og leyfa þeim að ganga með rafbyssur. Þau ætla semsagt að bregðast við auknu ofbeldi með meira ofbeldi. Rafstuð getur leitt til andláts Það hljómar vægast sagt eins og undarleg lausn. Rafbyssur eru hættulegar og fólk hefur látist í kjölfar þess að fá rafstuð. Hegðun mótast mikið af herminámi og ef við viljum að unga fólkið okkar hætti að beita ofbeldi gefur auga leið að lausnin felst ekki í auknum heimildum löggæslu til að beita ofbeldi. Á sama hátt og við kennum ekki barni að hætta að bíta með því að bíta það. Það þarf að hugsa dæmið upp á nýtt og skilgreina hvernig við ætlum að fyrirbyggja ofbeldi og tryggja öryggi fólks. Vissulega þarf einnig að tryggja öryggi starfsfólks lögreglu – en ég tel að hér sé verið að byrja á öfugum enda. Ofbeldi eykst í hverju horni Í átakanlegum Kastljóssþætti fyrr í vikunni var rætt um andlegt ofbeldi sem hinsegin börn verða í auknum mæli fyrir frá jafningjum sínum. Ljóst er að ofbeldi meðal barna og fullorðinna er að aukast á öllum vígstöðum og ríkisstjórnin verður að átta sig á því að lausnin við ofbeldi er aldrei meira ofbeldi. Það þarf að líta þessa skelfilegu þróun mjög alvarlegum augum og leita skilvirkra leiða til að snúa henni við áður en fleiri börn finna sig knúin til að enda eigið líf vegna ofbeldis sem þau verða fyrir. Ríkistjórn þessa lands ber ábyrgð á því að bregðast við þessu, ekki seinna en í dag. Höfundur er varaþingkona Pírata.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar