Leikreglur heilsugæslunnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 13. október 2022 15:00 Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilsugæsla Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Innleiðing fjármögnunarlíkans heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu 2017 og loks á landsbyggðinni 2021 var fyrsta skrefið í eflingu heilsugæslu um allt land. Þó líkanið sé ekki fullkomið tókst loksins að tryggja að fjármagn fylgi notendum heilsugæslunnar óháð rekstrarforminu. Þannig búa notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu við sambærilegar leikreglur sem er frumforsenda þess að hægt sé að færa þjónustuna nær íbúum. En hjá rekstraraðilum einkarekinna heilsugæslna ber hæst á góma ójafn kostnaður sem ekki hefur verið nægilega vel útfærður í fjármögnunarlíkaninu. Má hér nefna kostnað vegna trygginga, sem opinberar stofnanir þurfa ekki að kaupa. Einnig geta opinberu heilsugæslurnar fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti á þjónustu, sem hinar einkareknu hafa ekki kost á að fá endurgreitt. Loks má nefna aðstöðumun er kemur að kaupum á tækjabúnaði og kostnaði vegna Covid-19. Kostir fjölbreyttra rekstrarforma Staldra þarf við kosti fjölbreyttrar rekstrarforma í veitingu heilbrigðisþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu starfa 19 heilsugæslustöðvar, 4 af þeim eru einkareknar með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þjónustukannanir maskínu hafa nú ítrekað mælt heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og njóta þær einkareknu meira trausts og ánægju en aðrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur traust og ánægja með þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu almennt batnað, sem gefur til kynna að valfrelsi notendanna hefur ýtt undir bætta þjónustu á öllum stöðvunum, ekki aðeins þeim einkareknu. Höfum hér í huga að leikreglurnar eru þær sömu óháð rekstrarformi, sama komugjald og jafnt aðgengi íbúa, og þó fjármögnunin sé sambærileg er ekki alveg jafnt gefið. Fjármögnunarlíkanið verður að tryggja betur jafnræði meðal aðila. Utan höfuðborgarsvæðisins Á landsbyggðunum eru verkefni heilsugæslunnar ærin og halli er á rekstri þeirra. Það er ekki boðlegt að á landsbyggðunum verði þjónusta við íbúanna skert enn meira. Skoða verður aðrar útfærslur á veitingu þjónustunnar, eins og að færa hluta heilsugæsluþjónustunnar heim í hérað með því að gera sveitarfélögum í samstarfi við heilbrigðisstarfsmenn eða heilbrigðisfyrirtæki kleift að semja við Sjúkratryggingar Íslands um veitingu þjónustunnar til dæmis hluta úr viku heim í hérað og eftirlit/eftirfylgni með fjarheilbrigðisþjónustu. Hér er tækifæri til að efla valfrelsi notenda og heilbrigðisstarfsfólks með því að nýta fjölbreytt rekstrarform heilsugæsluþjónustu einnig utan höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar