Hverjir gæta hagsmuna launafólks? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. október 2022 08:00 Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Alþingi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Svar við grein Orra Páls Jóhannssonar Eftir að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði hefur ýmis gagnrýni á frumvarpið litið dagsins ljós. Næstum öll sú gagnrýni var á þann veg að frumvarpið feli í sér skerðingu á réttindum launafólks án þess að rökstyðja þá fullyrðingu eða nefna dæmi um hvernig einstaka greinar frumvarpsins eiga að skerða réttindi launafólks. Gagnrýnin beinist að því hvaða flokkur lagði frumvarpið fram, ekki ekki að innihaldinu. Grein Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns VG, sem bar heitið „Réttindi launafólks og frelsið“, var að nokkru ferskur andblær inn í umræðuna um frumvarpið, en þar tók Orri Páll m.a. fyrir tiltekið ákvæði frumvarpsins sem honum fannst „aðför að réttindum launafólks“, þ.e. 9. gr. frumvarpsins sem kveður m.a. á um sjúkratryggingu launafólks. Því miður var grein Orra Páls þeim annmarka háð að vera byggð á nokkrum misskilningi, annars vegar varðandi efni frumvarpsins og hins vegar um núverandi lagaumhverfi. Misskilningur á misskilning ofan Í fyrsta lagi segir Orri Páll að yrði frumvarpið að lögum gætu atvinnurekendur „kosið að ráða aðeins til sín fólk sem stendur utan stéttarfélaga“. Sú fullyrðing stenst enga skoðun, enda kemur skýrt fram í 3. gr. frumvarpsins að „Vinnuveitanda er óheimilt að synja umsækjanda um laust starf eða segja launamanni upp starfi á grundvelli félagsaðildar hans.” Í 4. gr. frumvarpsins er svo mælt fyrir um bótaskyldu vinnuveitanda brjóti hann gegn 3. gr. Í reynd hefur frumvarpið í för með sér að kveðið er skýrt á um að þær ákvarðanir atvinnurekenda sem Orri Páll hefur svo miklar áhyggjur af yrðu klárlega ólögmætar. Slíkt lagaákvæði eru reyndar ekki, því miður, til staðar í gildandi löggjöf og þeir sem raunverulega vilja sporna gegn slíkri hegðun atvinnurekenda ættu að fagna frumvarpinu. Í öðru lagi telur Orri Páll, ranglega, að greiðslur sem atvinnurekandi greiðir í sjúkrasjóð séu dregnar af launum launamanna. Svo er hins vegar ekki, hvorki í gildandi lögum né í frumvarpinu, heldur er um framlag atvinnurekandans að ræða. Í þriðja lagi er hvergi í frumvarpinu kveðið á um að launamaður geti ákveðið hvert framlag atvinnurekanda í sjúkrasjóð renni eins og Orri Páll heldur ranglega fram. Eina breytingin í frumvarpinu hvað sjúkrasjóði varðar er að aukin skylda er lögð á atvinnurekanda og hefur í för með sér að allt launafólk nýtur sjúkratrygginga, ekki bara þeir sem eru skráðir í stéttarfélög. Nú er raunin að atvinnurekanda er skylt að greiða í sjúkrasjóð „viðkomandi stéttarfélags“. Standi launamaður utan stéttarfélags neita stéttarfélög alla jafna að taka við greiðslum í sjúkrasjóð. Í þeim tilvikum er launamaður ekki sjúkratryggður, enda hefur atvinnurekandinn sinnt skyldu sinni, lögum samkvæmt, og engar frekari kröfur unnt að gera til hans. Í frumvarpinu er hins vegar mælt fyrir um að þá verði lögð skylda á atvinnurekandann að tryggja launamanninn á eigin ábyrgð. Af því leiðir að þá nyti allt launafólk sjúkratrygginga Vandséð er hvernig þessi réttarbót getur talist „aðför að launafólki“ eins og Orri Páll heldur fram. Til glöggvunar segir eftirfarandi í frumvarpinu um framlög atvinnurekanda í sjúkrasjóði: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem viðkomandi starfsmaður er aðili að iðgjald það sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni samkvæmt reglum þess stéttarfélags sem um ræðir. Standi starfsmaður utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að greiða í sjúkrasjóð þess stéttarfélags sem á aðild að umræddum kjarasamningi. Hafi stéttarfélag tekið við greiðslu atvinnurekanda í sjúkrasjóð félagsins fyrir hönd starfsmann á starfsmaðurinn ávallt rétt á greiðslu úr sjóðnum óháð félagsaðild sinni. Neiti stéttarfélag að taka við greiðslu fyrir hönd starfsmannsins sem stendur utan stéttarfélags er atvinnurekanda skylt að tryggja starfsmanninum greiðslu dagpeninga og slysabóta vegna veikinda sem vara lengur en veikindaréttur hans.“ Undirrituð veit ekki hvaða hagsmuni þeir sem leggjast gegn ofangreindu ákvæði eru að gæta, en það hlýtur að vera öllum ljóst að það eru ekki hagsmunir launafólks. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun