Þýðing nagladekkjagjalds? Stefán Vagn Stefánsson skrifar 3. nóvember 2022 12:00 Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. Að mati stofnunarinnar er hægt að draga úr svifryksmengun með slíkri aðgerð. Vissulega er svifryksmengun skaðvaldur á lýðheilsu fólks, og okkur ber að tryggja viðunandi umhverfisgæði. Hins vegar staldra margir, af góðri ástæðu, við þessa hugmynd. Raunverulegi kostnaðurinn Margar vangaveltur vakna varðandi aðgerðina, þýðingu hennar og framkvæmd. Margt er óljóst í þessum efnum, en við getum verið sammála um eitt. Það er að vissulega mun gjaldtaka sem þessi skapa sveitarfélögum aukinn hagnað og dregið að einhverju magni úr svifryksmengun, en við allan plús kemur mínusinn fram einhvers staðar. Hver er kostnaðurinn? Duldi kostnaðurinn við þessa aðgerð ekki fram í tölum á Excel skjali, enda er ekki hægt að meta hann til verðs. Í raun er hann ekki svo dulinn því við vitum öll tilgang nagladekkja. Að draga úr notkun nagladekkja dregur einnig úr umferðaröryggi. Engan afslátt af öryggi Öryggi fólks á alltaf að vera í fararbroddi þegar við ræðum aðgerðir í samgöngum. Sú ætlan að heimila sveitarfélögum val um að leggja gjald á notendur nagladekkja er andstæð umferðaröryggi. Við værum að stuðla að aukinni notkun illa útbúna dekkja í umferðinni. Undirritaður starfaði sem lögreglumaður í 23 ár og hef séð afleiðingar af slæmum dekkjabúnaði bifreiða of oft til að geta talið þau óþörf. Aðstæður á götum Reykjavíkurborgar, þjóðvegum landsins og byggðum um land allt geta óvænt orðið stór hættulegar og þar hafa nagladekk sífellt endurtekið reynst nauðsynlegar. Við eigum ekki að gefa neinn afslátt þegar það kemur að öryggi fólks í umferðinni. Frekar viljum við lágmarka alla hættu og draga úr tjóni á ökutækjum, slysum á fólki og dauðaslysum. Hér á landi höfum við náð góðum árangri í umferðaröryggi og höfum ekki efni á því að taka skref til baka í þeim efnum. Landsbyggðarskattur? Þá horfir undirritaður sérstaklega til umferðaröryggis einstaklinga sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og þurfa reglulega að aka þangað vegna vinnu, til að sækja þjónustu eða hvað annað sem þarf. Plúsinn á Excel skjalinu kemur augljóslega að mestu leyti úr þeirra vasa. Þess má geta að vinnusóknarsvæði landsbyggðarinnar teljast oft í tugum kílómetra og erfitt er að áætla veður og færð. Allt frá ljúfu logni yfir í frost og rok. Við vitum aldrei fullkomlega hvaða veðrátta mætir þér. Þess vegna verðum við að útbúa ökutækin okkar í samræmi við það. Þessar aðstæður krefjast viðunandi öryggisbúnaðar, þ.á.m. nagladekkja, enda hafa aðstæður hér á landi oft verið til þess fallnar að nagladekk hafa reynst nauðsynleg. Ætla sveitarfélög sér það í alvöru að leggja gjald á fólk sem nauðsynlega þarf á nagladekkjum að halda öryggisins vegna? Verulega óljós framkvæmd Að auki má vissulega setja spurningamerki við framkvæmd slíkrar aðgerðar, en hún er með öllu óljós og erfitt er að átta sig á því hvernig hún eigi að vera. Að vísu væri hún nokkuð skrautleg, og þá sérstaklega hvað varðar einstaklinga sem keyra milli sveitarfélaga. Þar koma einstaklingar af landsbyggðinni aftur sérstaklega til álita. Þegar ég, sem bý í Skagafirði og keyri töluvert til höfuðborgarsvæðisins og til baka vinnunnar vegna, keyri til dæmis til Leifsstöðvar í flug. Förum stuttlega yfir þá ferð: Ég legg af stað að heiman í Skagafirði, þá yfir í Skagabyggð, Húnabyggð, Húnaþing vestra, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, aftur Reykjavíkurborg, þá Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Voga, Reykjanesbæ og loks Suðurnesjabæ. Til að forðast furðulega gjaldtöku yrði undirritaður að vera með tvöfaldan dekkjagang og skipta um dekk á miðri ferð ef sum þessara sveitarfélaga myndu leggja á umrætt gjald. Það liggur fyrir að dæmið gangi ekki upp. Að sama skapi veltir maður fyrir sér að væntanlega yrði gjaldtakan innt af hverju sveitarfélagi fyrir sig. Spurningin er þá þessi: myndi einstaklingur sem færi í sambærilega ferð að greiða hverju einasta sveitarfélagi gjaldið. Þessi ferð væri orðin töluvert dýrari þar sem bensíngjaldið væri varla það sem ökumaður hefði lengur áhyggjur af. Leiðin áfram Af öllu þessu þá er augljóst að hugmyndin eigi ekki stoð í raunveruleikanum nema þá með það í huga að fólk eigi að neyðast til að greiða enn eitt gjaldið fyrir að geta ferðast í eigið ökutæki. Það að draga úr svifryksmengun er vissulega göfugt markmið sem við sammælumst um. Hins vegar eru umrædd hugmynd Umhverfisstofnunar slæm. Ef hugsað er um hvernig hægt sé að stuðla að fallegra umhverfi, betri umhverfisgæðum og aukinni lýðheilsu þá varðar það einnig sveitarfélögin og þjónustu þeirra. Þá aðallega hreinsun gatna og gangstétta, sem lengi hefur sætt gagnrýnni t.d. í Reykjavíkurborg. Má vera að Reykjavíkurborg og eftir atvikum önnur sveitarfélög geti staðið betur að hreinsun gatna til að minnka svifryksmengun í sínu nærumhverfi? já ég tel svo vera. Það er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Framsóknarflokkurinn Nagladekk Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Stefán Vagn Stefánsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur umræða um svokallað „nagladekkjagjald“ litið dagsins ljós eftir að Umhverfisstofnun viðraði hugmyndir um slíkt gjald. Sú hugmynd gengur út á það að sveitarfélögum verði veitt heimild til að rukka ökumenn um gjald þegar þeir keyra á vegum þess á nagladekkjum. Að mati stofnunarinnar er hægt að draga úr svifryksmengun með slíkri aðgerð. Vissulega er svifryksmengun skaðvaldur á lýðheilsu fólks, og okkur ber að tryggja viðunandi umhverfisgæði. Hins vegar staldra margir, af góðri ástæðu, við þessa hugmynd. Raunverulegi kostnaðurinn Margar vangaveltur vakna varðandi aðgerðina, þýðingu hennar og framkvæmd. Margt er óljóst í þessum efnum, en við getum verið sammála um eitt. Það er að vissulega mun gjaldtaka sem þessi skapa sveitarfélögum aukinn hagnað og dregið að einhverju magni úr svifryksmengun, en við allan plús kemur mínusinn fram einhvers staðar. Hver er kostnaðurinn? Duldi kostnaðurinn við þessa aðgerð ekki fram í tölum á Excel skjali, enda er ekki hægt að meta hann til verðs. Í raun er hann ekki svo dulinn því við vitum öll tilgang nagladekkja. Að draga úr notkun nagladekkja dregur einnig úr umferðaröryggi. Engan afslátt af öryggi Öryggi fólks á alltaf að vera í fararbroddi þegar við ræðum aðgerðir í samgöngum. Sú ætlan að heimila sveitarfélögum val um að leggja gjald á notendur nagladekkja er andstæð umferðaröryggi. Við værum að stuðla að aukinni notkun illa útbúna dekkja í umferðinni. Undirritaður starfaði sem lögreglumaður í 23 ár og hef séð afleiðingar af slæmum dekkjabúnaði bifreiða of oft til að geta talið þau óþörf. Aðstæður á götum Reykjavíkurborgar, þjóðvegum landsins og byggðum um land allt geta óvænt orðið stór hættulegar og þar hafa nagladekk sífellt endurtekið reynst nauðsynlegar. Við eigum ekki að gefa neinn afslátt þegar það kemur að öryggi fólks í umferðinni. Frekar viljum við lágmarka alla hættu og draga úr tjóni á ökutækjum, slysum á fólki og dauðaslysum. Hér á landi höfum við náð góðum árangri í umferðaröryggi og höfum ekki efni á því að taka skref til baka í þeim efnum. Landsbyggðarskattur? Þá horfir undirritaður sérstaklega til umferðaröryggis einstaklinga sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og þurfa reglulega að aka þangað vegna vinnu, til að sækja þjónustu eða hvað annað sem þarf. Plúsinn á Excel skjalinu kemur augljóslega að mestu leyti úr þeirra vasa. Þess má geta að vinnusóknarsvæði landsbyggðarinnar teljast oft í tugum kílómetra og erfitt er að áætla veður og færð. Allt frá ljúfu logni yfir í frost og rok. Við vitum aldrei fullkomlega hvaða veðrátta mætir þér. Þess vegna verðum við að útbúa ökutækin okkar í samræmi við það. Þessar aðstæður krefjast viðunandi öryggisbúnaðar, þ.á.m. nagladekkja, enda hafa aðstæður hér á landi oft verið til þess fallnar að nagladekk hafa reynst nauðsynleg. Ætla sveitarfélög sér það í alvöru að leggja gjald á fólk sem nauðsynlega þarf á nagladekkjum að halda öryggisins vegna? Verulega óljós framkvæmd Að auki má vissulega setja spurningamerki við framkvæmd slíkrar aðgerðar, en hún er með öllu óljós og erfitt er að átta sig á því hvernig hún eigi að vera. Að vísu væri hún nokkuð skrautleg, og þá sérstaklega hvað varðar einstaklinga sem keyra milli sveitarfélaga. Þar koma einstaklingar af landsbyggðinni aftur sérstaklega til álita. Þegar ég, sem bý í Skagafirði og keyri töluvert til höfuðborgarsvæðisins og til baka vinnunnar vegna, keyri til dæmis til Leifsstöðvar í flug. Förum stuttlega yfir þá ferð: Ég legg af stað að heiman í Skagafirði, þá yfir í Skagabyggð, Húnabyggð, Húnaþing vestra, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, aftur Reykjavíkurborg, þá Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Voga, Reykjanesbæ og loks Suðurnesjabæ. Til að forðast furðulega gjaldtöku yrði undirritaður að vera með tvöfaldan dekkjagang og skipta um dekk á miðri ferð ef sum þessara sveitarfélaga myndu leggja á umrætt gjald. Það liggur fyrir að dæmið gangi ekki upp. Að sama skapi veltir maður fyrir sér að væntanlega yrði gjaldtakan innt af hverju sveitarfélagi fyrir sig. Spurningin er þá þessi: myndi einstaklingur sem færi í sambærilega ferð að greiða hverju einasta sveitarfélagi gjaldið. Þessi ferð væri orðin töluvert dýrari þar sem bensíngjaldið væri varla það sem ökumaður hefði lengur áhyggjur af. Leiðin áfram Af öllu þessu þá er augljóst að hugmyndin eigi ekki stoð í raunveruleikanum nema þá með það í huga að fólk eigi að neyðast til að greiða enn eitt gjaldið fyrir að geta ferðast í eigið ökutæki. Það að draga úr svifryksmengun er vissulega göfugt markmið sem við sammælumst um. Hins vegar eru umrædd hugmynd Umhverfisstofnunar slæm. Ef hugsað er um hvernig hægt sé að stuðla að fallegra umhverfi, betri umhverfisgæðum og aukinni lýðheilsu þá varðar það einnig sveitarfélögin og þjónustu þeirra. Þá aðallega hreinsun gatna og gangstétta, sem lengi hefur sætt gagnrýnni t.d. í Reykjavíkurborg. Má vera að Reykjavíkurborg og eftir atvikum önnur sveitarfélög geti staðið betur að hreinsun gatna til að minnka svifryksmengun í sínu nærumhverfi? já ég tel svo vera. Það er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun