Ofbeldisdómar of þungir Elísabet Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 19:30 Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú kvartar formaður Lögmannafélags Íslands að refsingar við ofbeldisglæpum séu að þyngjast og kallar á að það skyldi skoðað. En skoðum dæmi dagsins í fréttum. Maður gengur í skrokk á konu sinni fyrir framan 3 ára son þeirra og hótar ítrekað að drepa hana. Refsing: 9 mánaða skilorðsbundinn dómur og er gert að greiða konunni 800 þúsund í miskabætur. Ég hélt að ég væri að ruglast á orðunum skilorðsbundinn og óskilorðsbundinn dómur svo ég gúglaði þetta: „Þeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.“ -domareiknir.is Þessir lögmenn sem fordæma þyngri refsingar í ofbeldismálum koma væntanlega ekki af heimilum þar sem þeir hafa séð mömmu sína bitna og lúbarða og reynt að bjarga henni með að láta höggin dynja á pabba sínum. Pælið í því! Þriggja ára gamalt barn réðist á pabba sinn og til að bjarga lífi mömmusín. Þegar pabbi hans hafði verið fjarlægður var drengurinn, samkvæmt lögregluskýrslu, „stjarfur af hræðslu“. Í þessu máli taldi Arnbjörg Sigurðardóttir dómari að konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af. Ræðum þetta aðeins. Rannsóknir síðustu þrjá áratugi hafa margsannað að áhrif sambærilegs áfalls geta verið hjartasjúkdómar, öndunarfærasjúkdómar, stoðkerfisvandamál, sjúkdómar í miðtaugakerfinu og oftar en ekki kveikja að alls kyns geðrænum sjúkdómum. Þá erum við ekki aðeins að tala um áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi heldur einnig af geðhvarfasýki sem drepur fleiri en orð fá lýst því þeir sem þjást af henni fara einfaldlega sjálfir eða líkaminn gefur sig vegna lyfjanna. Nú eru komin tvö ár síðan ein uppáhalds manneskja undirritaðrar dó því hjartað hætti bara að slá af álagi. Sá maður upplifði áfall í æsku og varð ekki fertugur. Hann dó í útlöndum þar sem hann bjó, fjarri fjölskyldu sinni því hann fékk enga aðstoð geðheilbrigðiskerfis Íslands. Enga. Jú, en aftur að mönnum sem bíta, brjóta, berja og hóta að drepa konur. Lögin okkar virka þannig að gerandi sem verður mjög líklega valdur að því að tvær manneskjur muni eyða öllum sínum pening næstu ár og jafnvel áratugi í heilbrigðiskostnað til einkageirans, ber að greiða lögfræðingnum sínum meira en þeim. Ég er ekki að grínast. Lögfræðingurinn fær meira en mæðginin sem þurfa að lifa með þessu alla ævi. En svo greiðir hann líka ríkinu rúmar tvær milljónir… minna má það nú ekki vera ef þessi atburður verður fyrirrennari örorku og þess kyns „svindls“ í framtíðinni. „…konan jafni sig að fullu eftir nokkra mánuði og taldi ekki sannað að drengnum hefði orðið meint af.“ Þetta er mjög mikilvæg rangtúlkun á eftirmála þessa atburðar og ég vil biðja þingmenn allra flokka að skoða hvort hægt sé að skylda dómara á námskeið í ofbeldisfræðum. Jú, ofbeldisfræði er orð. Og ef svona hræðilegir dómar eru allir byggðir á túlkun laganna eru lögin varðandi heimilisofbeldi svo sannarlega ekki að virka sem skyldi. En já, fleytum kertum fyrir lögmennina sem eru steinhissa og vilja að við notum tíma og almannafé í að skoða hvers vegna morðingjarnir sem þeir verja fá þyngri refsingar. #rúv #fordæmalausirdómar #stjarfurafhræðslu #héraðsdómurnorðurlands #máls-520/2021 #dr.sigrúnsigurðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun