Áfram með orkuskiptin Guðjón Hugberg Björnsson skrifar 11. nóvember 2022 12:00 Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun