Áfram með orkuskiptin Guðjón Hugberg Björnsson skrifar 11. nóvember 2022 12:00 Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Orkuskiptin í samgöngum eru svo sannarlega á fleygiferð og við hér á Íslandi erum að standa okkur frábærlega enda númer tvö í heiminum, næst á eftir Noregi, þegar horft er til þeirra þjóða sem eru að skipta brunabílum út fyrir bíla sem nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Eitt af lykilatriðunum í orkuskiptunum er uppbygging innviða og hefur Orka náttúrunnar verið leiðandi í þeirri uppbyggingu síðustu ár. Við settum upp fyrstu hleðslustöðina hér á landi þegar það voru færri en 100 bílar sem nota rafmagn á landinu en nú eru þeir orðnir rúmlega 35 þúsund og hleðslustöðvar okkar fyrir almenning komnar vel yfir 400. Engar ólöglegar hleðslustöðvar En við þurfum að halda vel á spöðunum og halda áfram. Eitt af því sem við hjá ON leggjum áherslu á er að fræða og hjálpa fólki að taka skrefið og þá skiptir máli að tala skýrt og af ábyrgð. Í umræðunni um orkuskiptin undanfarið hefur samkeppnisaðili okkar ítrekað fullyrt í útvarpi, á netinu og bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu að aðilar á þessum markaði séu að selja og reka ólöglegar hleðslustöðvar. Gefið hefur verið í skyn að verið sé með einhverjum hætti að svindla á neytendum og vísað í reglugerð um mælingar í hleðslustöðvum. Orka náttúrunnar fullyrðir að þetta er rangt og neytendur hér á landi þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Athugasemdir samkeppnisaðila okkar felast aðallega í því að skv. reglugerð frá árinu 2019 þurfi svokallaða MID mæla í hleðslustöðvar til að þær geti talist löglegar. Allar okkar stöðvar uppfylla nákvæmni MID staðalsins en við höfum bent á að reglugerðin nái t.d. ekki yfir hraðhleðslur og eigi einungis við um raforkumæla sem sölumæla í dreifiveitum. Dreifiveitur eru þeir aðilar sem dreifa rafmagninu til hleðslustöðvanna t.d. Veitur, Rarik o.fl. og tekur því ekki á mælingum í hleðslustöðvunum sjálfum. Þetta kann að hljóma flókið í eyrum þeirra sem ekki hafa sérhæft sig í faginu en fyrir okkur sem lifum og hrærumst í þessu alla daga er grundvallarmunur þarna á. Orkustofnun sammála ON Sá hraði og sú tækniþróun sem fylgir orkuskiptunum er auðvitað ástæðan fyrir því að við erum að standa okkur vel en eins og oft er með nýja markaði og tækni eru lög og reglur á eftir í þeirri þróun. Við verðum að reyna að átta okkur á því hvernig best sé að gera hlutina og aðlaga lög og reglur í samræmi við markaðinn, tæknina og þá þróun sem er að eiga sér stað. Orka náttúrunnar hefur átt í virku samtali við lykilaðila í því samhengi og höfum við beitt okkur fyrir því að regluverkið sé uppfært í samræmi við þessa þróun. Og þarna erum við sammála samkeppnisaðila okkar og ekki bara honum heldur einnig sjálfri Orkustofnun sem segir að skýra þurfi regluverkið betur. Í síðustu viku barst okkur nefnilega bréf frá Orkustofnun þar sem tekið er undir sjónarmið ON um að ákveðinn óskýrleiki sé til staðar og að þörf sé á breytingum svo tryggt sé að leikreglur séu skýrar. Það gengur auðvitað ekki að yfirfæra gamla reglugerð sem fjallar um allt annað en hleðslustöðvar yfir á hleðslustöðvar. Þá segir enn fremur að stofnunin hyggist beita sér fyrir því að reglurnar verði rýndar og uppfærðar í ljósi nýrrar tækni og þróunar á rafbílamarkaði. Þessu fögnum við að sjálfsögðu enda verða leikreglurnar að vera skýrar og taka af allan vafa um hvernig ber að haga mælingum í hleðslustöðvum. Það er mikilvægt að hafa samráð við markaðinn um þróun reglnanna þannig að nýta megi þá gríðarlegu þekkingu og reynslu sem þar býr. Í því samtali eru okkar sérfræðingar tilbúnir að taka þátt. Þessi afstaða Orkustofnunar er skref í átt að betri og málefnalegri umræðu um mælingar í hleðslustöðvum sem skiptir rafbílaeigendur mestu máli. Því þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að flýta orkuskiptunum eins mikið og við getum – móður jörð og okkur öllum sem hér búum til heilla. Áfram með orkuskiptin. Höfundur er Tæknistjóri hleðsluþjónustu ON
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar