Mistök endurupptökudóms? Gestur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 10:06 „... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51 Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
„... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun