Ferðamenn færa verslun og þjónustu upp á hærra stig Una Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 07:30 Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun