„Ég held að við komumst aldrei heim“ Atli Arason skrifar 19. desember 2022 22:01 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í kvöld. Atli Arason Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. „Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum. Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum.
Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira