Dofri bjargar borginni Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson skrifa 20. desember 2022 09:00 Nýverið ákváðu hinar opinberu stofnanir Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun að gera upp gufuborinn Dofra fyrir 36 milljónir. Gufuborinn er frá árinu 1957 en hann boraði síðustu holuna 1991. Borinn á að vera til sýnis í Elliðaárstöð sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst gera upp fyrir 800 milljónir að auki. Líklega er jarðbor sem safngripur einhver undarlegasta hugmynd á þessu sviði. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar.” Að borgarstjórn setji taprekstur fyrir sig er auðvitað nýlunda enda hefur tap verið rauður þráður í öllum rekstri borgarinnar. En niðurstaðan er sem sagt sú að það að láta virkjun framleiða rafmagn er tap en að eyða 800 milljónum í safn er þá væntanlega hagnaðardrifin starfsemi. Því miður var hins vegar ekkert ,,spjallað og fundað” með fólkinu sem nýtir sér heitt vatn til húshitunar og því engar nýjar borholur á teikniborðinu til að mæta vaxandi þörf. Sömuleiðis var ekkert fundað og spjallað um hvort fólk vildi fóta sig á hálum gangstéttum borgarinnar. Raunar verður að taka tillit til þess að borgarfulltrúar hafa verið uppteknir við að funda um kaup á ljósleiðara, væntanlega í framhaldi af spjalli og fundum með fólkinu sem notar fjarskipti sér til ,,lífsbótar”. Stjórnendum Orkuveitunnar er sjálfsagt ekki kunnugt um að borgarsjóður er rekinn með mesta halla frá upphafi mælinga. Vegna lélegs árangurs í fjármálalæsi hefur þetta dótturfélag Reykjavíkurborgar ákveðið að kaupa fjarskiptakerfi fyrir 3 milljarða með lánsfé. Á meðan dótturfélag borgarinnar eyðir um efni fram gengur snjómokstur hægt. Ekki skal þó örvænta um það efni því stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum. Hann átti reyndar að skila tillögum að breytingum fyrir 2. nóvember sl. en vegna anna við umfjöllun um skýrslu með greiningu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fyrir bílastæðasjóð tókst ekki að ljúka verkinu áður en fyrsti snjórinn féll nú í vetur. Á sama tíma hafa svo verið lagðar fram tillögur í borgarstjórn um að spara skuli 100 milljónir í mötuneytiskostnaði í leikskólum með því að elda hafragrautinn miðlægt og keyra út. Einnig á að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 15 mínútur. Unglingarnir geta þá kannski skellt sér í dalinn og skoðað gufuborinn Dofra. Ef þeir komast leiðar sinnar. Höfundar búa í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Nýverið ákváðu hinar opinberu stofnanir Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Landsvirkjun að gera upp gufuborinn Dofra fyrir 36 milljónir. Gufuborinn er frá árinu 1957 en hann boraði síðustu holuna 1991. Borinn á að vera til sýnis í Elliðaárstöð sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst gera upp fyrir 800 milljónir að auki. Líklega er jarðbor sem safngripur einhver undarlegasta hugmynd á þessu sviði. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir: ,,Eftir að ljóst varð að Rafstöðinni yrði ekki komið í gang að nýju, nema með fyrirsjáanlegum eilífum taprekstri, tókum við til óspilltra málanna. Hugmyndasamkeppni var haldin, unnið úr vinningstillögunni og spjallað og fundað með fólkinu sem nýtir sér dalinn og þeim sem gætu vel hugsað sér að nýta hann sér til lífsbótar.” Að borgarstjórn setji taprekstur fyrir sig er auðvitað nýlunda enda hefur tap verið rauður þráður í öllum rekstri borgarinnar. En niðurstaðan er sem sagt sú að það að láta virkjun framleiða rafmagn er tap en að eyða 800 milljónum í safn er þá væntanlega hagnaðardrifin starfsemi. Því miður var hins vegar ekkert ,,spjallað og fundað” með fólkinu sem nýtir sér heitt vatn til húshitunar og því engar nýjar borholur á teikniborðinu til að mæta vaxandi þörf. Sömuleiðis var ekkert fundað og spjallað um hvort fólk vildi fóta sig á hálum gangstéttum borgarinnar. Raunar verður að taka tillit til þess að borgarfulltrúar hafa verið uppteknir við að funda um kaup á ljósleiðara, væntanlega í framhaldi af spjalli og fundum með fólkinu sem notar fjarskipti sér til ,,lífsbótar”. Stjórnendum Orkuveitunnar er sjálfsagt ekki kunnugt um að borgarsjóður er rekinn með mesta halla frá upphafi mælinga. Vegna lélegs árangurs í fjármálalæsi hefur þetta dótturfélag Reykjavíkurborgar ákveðið að kaupa fjarskiptakerfi fyrir 3 milljarða með lánsfé. Á meðan dótturfélag borgarinnar eyðir um efni fram gengur snjómokstur hægt. Ekki skal þó örvænta um það efni því stýrihópur um endurskoðun vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar er að störfum. Hann átti reyndar að skila tillögum að breytingum fyrir 2. nóvember sl. en vegna anna við umfjöllun um skýrslu með greiningu með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar fyrir bílastæðasjóð tókst ekki að ljúka verkinu áður en fyrsti snjórinn féll nú í vetur. Á sama tíma hafa svo verið lagðar fram tillögur í borgarstjórn um að spara skuli 100 milljónir í mötuneytiskostnaði í leikskólum með því að elda hafragrautinn miðlægt og keyra út. Einnig á að stytta opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga um 15 mínútur. Unglingarnir geta þá kannski skellt sér í dalinn og skoðað gufuborinn Dofra. Ef þeir komast leiðar sinnar. Höfundar búa í Reykjavík.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun