Jólaös og umferðartafir Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 21. desember 2022 12:00 „Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga. Enda sagði einnig á síðu Veðurstofu Íslands: „Einnig má búast við skafrenningi með samgönutruflunum. Varasamt ferðaveður“. Ofan í alla jólafraffíkina fáum við landsmenn ófærð sem hægir á allri umferð og lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima ef erindið getur beðið. Þrátt fyrir að veðrinu hafi slotað og gul viðvörun Veðurstofu Íslands á ekki við um landið allt heldur aðeins miðhálendið eins og staðan er þegar þetta er ritað þá er færð á vegum varasöm. Og þrátt fyrir að allt kapp hafi verið lagt í að hreinsa götur eins vel og unnt er til að auðvelda vegfarendum að komast leiðar sinnar, þá eru akstursskilyrði þannig að þau kalla á það að við vegfarendur verðum að fara varlega. Við verðum að taka tillit til hvors annars og styðja við hvort annað í þessum aðstæðum sem nú eru á vegum landsins. Þannig aukum við umferðaröryggi okkar allra. Fjölgun á nýjum og óreyndum ökumönnum með almenn ökuréttindi eru á sjötta þúsund á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa hlotið þjálfun, staðist hæfnisviðmið ökuprófs þá tekur það fimm til sjö ár að öðlast fulla færni í akstri þ.e. ef viðkomandi ekur að staðaldri. Frá árinu 2010 hafa ungir og óreyndir ökumenn verið fræddir í ökunáminu um akstur við erfiðar aðstæður og fengið að upplifa hvað aðstæður getið verið varasamar á lokuðum svæðum í þeirri von að þau sýni fyrirhyggju í akstri við þau skilyrði sem nú eru. Tökum tillit til þeirra ökumanna sem nú takast á við þá ófærð sem nú eru á vegum landsins jafnvel í fyrsta skipti með enga aðstoð sér við hlið. Við þurfum öll þjálfun og hún tekur tíma. Blessunarlega búum við ekki við erfið og hættuleg akstursskilyrði alla daga ársins en þegar þau verða þá verðum við að taka mið af að ákveðnir þættir breytast í akstri svo sem aukin hemlunarvegalengd, skert útskýni, þrengri götur vegna snjóþunga og fl. Höfum það í huga. Eitt umferðarslys er einu umferðarslysi of mikið. Ef við leggjum okkur öll fram við það að vanda okkur í samskiptum við aðra ökumenn og vegfarendur, sýnum tilitsemi, gefum okkur meiri tíma í að komast á milli staða þá klárlega drögum við úr tíðni umferðaróhappa og slysa. Að þessu sögðu þá viljum við í Ökukennarafélagi Íslands óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar