Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2023 13:01 Runólfur Ágústsson ritstýrði skýrslu frá 2014 þar sem lagt var mat á hagkvæmni hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar kallar eftir lest til Keflavíkur í samtali við Fréttablaðið. Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar þegar umm þrjátíu þúsund manns lendu í vandræðum. Umræðan um lestarsamgöngur frá Reykjavík til Keflavíkur er ekki ný. Árið 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Strandaði á Hafnarfjarðabæ Þessi skýrsla er gefin út og hvað gerist svo? „Við förum í það á þeim tíma að gera samninga um skipulagsmál við þau sveitarfélög sem í hlut eiga. Öll sveitarfélög á lestarleiðinni frá Reykjavík og suður til Reykjanesbæjar þau sömdu við okkur að undanteknum Hafnarfirði þar sem við fengum ekki samning og þá stoppaði málið,“ sagði Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar. Hann telur þörf á heildarendurskoðun á samgöngukerfinu á suðvesturhorni landsins. Á þeim tíma sem skýrslan var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. „Lang stærsti kostnaðarliðurinn eru göng frá Straumsvík um Smáralind og Kringlu og niður í Vatnsmýri. Auðvitað miðað við það sem við erum að horfa á í dag þá væru samleiðarfæri við borgarlínu og aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.“ „Það er spurning hvort það væri ekki þess virði að athuga hvort hægt væri að samnýta þessi göng fyrir fluglest sem fer hratt með farþega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og einhvers konar neðanjarðarlest. Að við myndum nýta sömu göngin, svipað eins og í Kaupmannahöfn þar sem sjálfkeyrandi vagnar fara um. Það myndi leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll.“ Hann segir að sú framkvæmd myndi kosta um 150 til 200 milljarða. „Það eru miklir peningar en við skulum athuga í því samhengi að ef við horfum á Fjarðarheiðagöng, sem eiga að kosta 50 milljarða, þá kostar þessi framkvæmd fjórum sinnum meira en þjónar tuttugu til þrjátíu sinnum fleiri og kostnaður per íbúa eða farþega yrði miklu lægri.“ Skýrsluna má lesa hér að neðan. Tengd skjöl skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Umferð Keflavíkurflugvöllur Garðabær Tengdar fréttir Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar kallar eftir lest til Keflavíkur í samtali við Fréttablaðið. Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar þegar umm þrjátíu þúsund manns lendu í vandræðum. Umræðan um lestarsamgöngur frá Reykjavík til Keflavíkur er ekki ný. Árið 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Strandaði á Hafnarfjarðabæ Þessi skýrsla er gefin út og hvað gerist svo? „Við förum í það á þeim tíma að gera samninga um skipulagsmál við þau sveitarfélög sem í hlut eiga. Öll sveitarfélög á lestarleiðinni frá Reykjavík og suður til Reykjanesbæjar þau sömdu við okkur að undanteknum Hafnarfirði þar sem við fengum ekki samning og þá stoppaði málið,“ sagði Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar. Hann telur þörf á heildarendurskoðun á samgöngukerfinu á suðvesturhorni landsins. Á þeim tíma sem skýrslan var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. „Lang stærsti kostnaðarliðurinn eru göng frá Straumsvík um Smáralind og Kringlu og niður í Vatnsmýri. Auðvitað miðað við það sem við erum að horfa á í dag þá væru samleiðarfæri við borgarlínu og aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.“ „Það er spurning hvort það væri ekki þess virði að athuga hvort hægt væri að samnýta þessi göng fyrir fluglest sem fer hratt með farþega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og einhvers konar neðanjarðarlest. Að við myndum nýta sömu göngin, svipað eins og í Kaupmannahöfn þar sem sjálfkeyrandi vagnar fara um. Það myndi leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll.“ Hann segir að sú framkvæmd myndi kosta um 150 til 200 milljarða. „Það eru miklir peningar en við skulum athuga í því samhengi að ef við horfum á Fjarðarheiðagöng, sem eiga að kosta 50 milljarða, þá kostar þessi framkvæmd fjórum sinnum meira en þjónar tuttugu til þrjátíu sinnum fleiri og kostnaður per íbúa eða farþega yrði miklu lægri.“ Skýrsluna má lesa hér að neðan. Tengd skjöl skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Umferð Keflavíkurflugvöllur Garðabær Tengdar fréttir Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent