Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2023 14:17 Frá vettvangi núna upp úr klukkan 14:30. Vísir/Vilhelm Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. Töluverður viðbúnaður var fyrir utan sendiráðið um miðjan dag. Lögreglumenn og sérveitarmenn fylgdust með þegar slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum aðhöfðust við innganginn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að viðbragðið hafi verið vegna sendingar sem starfsfólk sendiráðsins handlék. Farið hafi verið eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir Vísi að grunsamleg sending hafi borist. Starfsfólkinu varð ekki meint af, að sögn lögreglu, en var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis. Lögregla rannsakar innihald sendingarinnar. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir alla í sendiráðinu hafa haldið ró sinni vegna málsins. Upphafleg fréttin af vettvangi er hér fyrir neðan: Fjöldi lögreglumanna stendur nú vaktina við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir atvik hafa komið upp sem hafi kallað á aðkomu lögreglu. Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs eru á vettvangi og nokkur fjöldi manna er klæddur í hlífðargalla og með grímur. Umferð um Engjateig hefur verið lokað. Gestir á Hilton hóteli, gegnt sendiráðinu, fylgjast með út um gluggann og gangandi vegfarendur sömuleiðis. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir í samtali við fréttastofu að atvik hafi komið upp fyrir utan sendiráðið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að kalla til lögreglu. Málið væri í skoðun og hann gæti lítið tjáð sig um málið. Lögregla hefði tekið ákvörðun um að loka götunni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.
Töluverður viðbúnaður var fyrir utan sendiráðið um miðjan dag. Lögreglumenn og sérveitarmenn fylgdust með þegar slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum aðhöfðust við innganginn. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að viðbragðið hafi verið vegna sendingar sem starfsfólk sendiráðsins handlék. Farið hafi verið eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir Vísi að grunsamleg sending hafi borist. Starfsfólkinu varð ekki meint af, að sögn lögreglu, en var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis. Lögregla rannsakar innihald sendingarinnar. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir alla í sendiráðinu hafa haldið ró sinni vegna málsins. Upphafleg fréttin af vettvangi er hér fyrir neðan: Fjöldi lögreglumanna stendur nú vaktina við bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins segir atvik hafa komið upp sem hafi kallað á aðkomu lögreglu. Fulltrúar lögreglu og slökkviliðs eru á vettvangi og nokkur fjöldi manna er klæddur í hlífðargalla og með grímur. Umferð um Engjateig hefur verið lokað. Gestir á Hilton hóteli, gegnt sendiráðinu, fylgjast með út um gluggann og gangandi vegfarendur sömuleiðis. Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi í sendiráðinu, segir í samtali við fréttastofu að atvik hafi komið upp fyrir utan sendiráðið sem leiddi til þess að ákveðið hefði verið að kalla til lögreglu. Málið væri í skoðun og hann gæti lítið tjáð sig um málið. Lögregla hefði tekið ákvörðun um að loka götunni. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan.
Lögreglumál Bandaríkin Reykjavík Sendiráð á Íslandi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira