Skuldafangelsi námslána Ásta S. Helgadóttir skrifar 9. janúar 2023 08:02 Árið 2020 tóku lög um Menntasjóð námsmanna gildi sem leystu eldri lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna af hólmi. Við gildistöku laganna féllu niður ábyrgðir á námslánum teknum í tíð eldri laga, ef lánþegar voru í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eftir stóð hópur ábyrgðarmanna á námslánum sem ekki voru í skilum hjá sjóðnum. Að mati umboðsmanns skuldara voru það mistök að fella ekki niður ábyrgðarmannakerfið í heild sinni, enda var tilgangurinn með niðurfellingu ábyrgða, sá að koma til móts við kröfur samfélagsins um að hver lánþegi skuli sjálfur vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu eigin námslána. Eins er það réttmæt spurning hvort lánþegar og ábyrgðarmenn þeirra, þar sem lánin voru ekki í skilum við gildistöku laganna, hafi verið nægjanlega upplýstir um að ábyrgðarskuldbindingar á lánum yrðu felldar niður ef vanskil yrðu gerð upp. Námslán undanskilin fyrningarfresti við gjaldþrot Á síðustu misserum hefur embætti umboðsmanns skuldara vakið athygli á þörfinni fyrir að betrumbæta lausnir fyrir lánþega og ábyrgðarmenn sem hafa ekki tök á að greiða af kröfum vegna námslána. Umboðsmaður skuldara hefur gagnrýnt að sett hafi verið sérákvæði í lög um Menntasjóð námsmanna sem undanskilja námslán tveggja ára fyrningarfresti í kjölfar gjaldþrotaskipta. Fyrningarfrestur námslána er því 10 ár frá lokum gjaldþrotaskipta, en Menntasjóðurinn getur haldið kröfum lifandi um aldur og ævi með því að slíta fyrningu krafnanna, t.d. með fjárnámsaðgerðum. Þessi breyting hefur leitt til þess að engin endanleg lausn er fyrir þá lánþega og ábyrgðarmenn, sem munu um ókomna framtíð aldrei geta greitt af skuldbindingum sínum. Þá skapar framangreint sérákvæði ójafnræði milli kröfuhafa, þegar allir aðrir kröfuhafar eru undir almennu tveggja ára fyrningarreglunni. Við fjárhagserfiðleika skuldara getur sú staða komið upp að kröfuhafar þurfa að afskrifa hluta af kröfusafni sínu og er Menntasjóður námsmanna þar engin undantekning. Embættið hefur séð ítrekuð dæmi um t.d. örorkulífeyrisþega sem tóku námslán í tíð eldri laga og hafa engin tök á að standa undir þeim. Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá afborgunum en er það eðlileg leið að einstaklingar þurfi að sækja um slíkar undanþágur ár eftir ár? Að mati embættisins er mikilvægt að huga að endapunkti fyrir þann minnihlutahóp einstaklinga sem er og verður ógjaldfær til að greiða af kröfum sínum. Þjónar það tilgangi að halda kröfum endalaust lifandi gagnvart þessum hópi einstaklinga? Í þessu samhengi vill umboðsmaður skuldara vekja athygli á þeirri mismunun sem er á milli lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga og þeirra sem taka lán á grundvelli núgildandi laga. Í núgildandi lögum er til staðar heimild til að afskrifa eftirstöðvar lána þegar lánþegi nær 66 ára aldri, sé lánþegi í fjárhagserfiðleikum. Sú heimild er þó bundin við að lánþegi hafi staðið við greiðslusamning í eitt ár áður en afskrift fer fram. Lánþegi sem ekki getur staðið við greiðslusamning hefur því ekki kost á að fá afskrift. Engin heimild er til afskrifta fyrir lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga. Gerð er krafa um ábyrgðarmenn við vanskil Þá er það enn við lýði hjá Menntasjóði námsmanna, ef einstaklingar lenda í vanskilum með greiðslu námslána og vilja semja um vanskilin að gerð er krafa um ábyrgðarmann á skuldabréf til uppgreiðslu vanskila. Er lánþegum þannig stillt upp við vegg og eru tilneyddir að blanda þriðja aðila í skuldamál sín. Sama gildir um lánþega sem af einhverjum ástæðum hafa fengið ofgreidd námslán. Ef þeir geta ekki endurgreitt hina ofgreiddu fjárhæð í eingreiðslu, er gerð krafa um að þeir útvegi ábyrgðarmann á skuldabréf til greiðslu ofgreiddra námslána. Embættið hefur séð dæmi um að ábyrgðarmenn geta sjálfir verið illa staddir fjárhagslega og getur það leitt til vítahrings varðandi skuldbindinguna. Innheimta ætti að vera á forræði hins opinbera Þegar krafa vegna námsláns fer í löginnheimtu þá getur hún verið fljót að hækka vegna innheimtukostnaðar lögmanna og álagningu dráttarvaxta. Við gerð laga um Menntasjóð námsmanna var tekið til skoðunar að opna á þann möguleika að embætti sýslumanna eða Skatturinn tækju að sér verkefni vegna innheimtu námslána og var talið æskilegt að ráðuneytið myndi halda áfram að skoða þær útfærslur við endurskoðun laganna. Innheimtukostnaður vegna vanskila er oft sá hluti sem leggst hvað þyngst á lántakendur sem komnir eru með lán sín í vanskil. Það væri skynsamlegt að endurmeta hvernig haga beri innheimtu námslána og hvort hún eigi að vera hjá einkaaðilum, lögmannsstofum, sem hafa hag af innheimtunni í formi innheimtukostnaðar eða hjá opinberum aðilum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna er tilgreint að lögin skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og bindur embættið vonir við að hugað verði vel að framangreindum athugasemdum við endurskoðun laganna og reglna sem á þeim byggjast. Umbætur á meðferð og innheimtu námslána, bæði gagnvart eldri lánum og lánum teknum í tíð núgildandi laga, eru nauðsynlegar, svo líf fólks sé ekki í heljargreipum vegna gallaðs regluverks. Höfundur er umboðsmaður skuldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 tóku lög um Menntasjóð námsmanna gildi sem leystu eldri lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna af hólmi. Við gildistöku laganna féllu niður ábyrgðir á námslánum teknum í tíð eldri laga, ef lánþegar voru í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eftir stóð hópur ábyrgðarmanna á námslánum sem ekki voru í skilum hjá sjóðnum. Að mati umboðsmanns skuldara voru það mistök að fella ekki niður ábyrgðarmannakerfið í heild sinni, enda var tilgangurinn með niðurfellingu ábyrgða, sá að koma til móts við kröfur samfélagsins um að hver lánþegi skuli sjálfur vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu eigin námslána. Eins er það réttmæt spurning hvort lánþegar og ábyrgðarmenn þeirra, þar sem lánin voru ekki í skilum við gildistöku laganna, hafi verið nægjanlega upplýstir um að ábyrgðarskuldbindingar á lánum yrðu felldar niður ef vanskil yrðu gerð upp. Námslán undanskilin fyrningarfresti við gjaldþrot Á síðustu misserum hefur embætti umboðsmanns skuldara vakið athygli á þörfinni fyrir að betrumbæta lausnir fyrir lánþega og ábyrgðarmenn sem hafa ekki tök á að greiða af kröfum vegna námslána. Umboðsmaður skuldara hefur gagnrýnt að sett hafi verið sérákvæði í lög um Menntasjóð námsmanna sem undanskilja námslán tveggja ára fyrningarfresti í kjölfar gjaldþrotaskipta. Fyrningarfrestur námslána er því 10 ár frá lokum gjaldþrotaskipta, en Menntasjóðurinn getur haldið kröfum lifandi um aldur og ævi með því að slíta fyrningu krafnanna, t.d. með fjárnámsaðgerðum. Þessi breyting hefur leitt til þess að engin endanleg lausn er fyrir þá lánþega og ábyrgðarmenn, sem munu um ókomna framtíð aldrei geta greitt af skuldbindingum sínum. Þá skapar framangreint sérákvæði ójafnræði milli kröfuhafa, þegar allir aðrir kröfuhafar eru undir almennu tveggja ára fyrningarreglunni. Við fjárhagserfiðleika skuldara getur sú staða komið upp að kröfuhafar þurfa að afskrifa hluta af kröfusafni sínu og er Menntasjóður námsmanna þar engin undantekning. Embættið hefur séð ítrekuð dæmi um t.d. örorkulífeyrisþega sem tóku námslán í tíð eldri laga og hafa engin tök á að standa undir þeim. Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá afborgunum en er það eðlileg leið að einstaklingar þurfi að sækja um slíkar undanþágur ár eftir ár? Að mati embættisins er mikilvægt að huga að endapunkti fyrir þann minnihlutahóp einstaklinga sem er og verður ógjaldfær til að greiða af kröfum sínum. Þjónar það tilgangi að halda kröfum endalaust lifandi gagnvart þessum hópi einstaklinga? Í þessu samhengi vill umboðsmaður skuldara vekja athygli á þeirri mismunun sem er á milli lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga og þeirra sem taka lán á grundvelli núgildandi laga. Í núgildandi lögum er til staðar heimild til að afskrifa eftirstöðvar lána þegar lánþegi nær 66 ára aldri, sé lánþegi í fjárhagserfiðleikum. Sú heimild er þó bundin við að lánþegi hafi staðið við greiðslusamning í eitt ár áður en afskrift fer fram. Lánþegi sem ekki getur staðið við greiðslusamning hefur því ekki kost á að fá afskrift. Engin heimild er til afskrifta fyrir lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga. Gerð er krafa um ábyrgðarmenn við vanskil Þá er það enn við lýði hjá Menntasjóði námsmanna, ef einstaklingar lenda í vanskilum með greiðslu námslána og vilja semja um vanskilin að gerð er krafa um ábyrgðarmann á skuldabréf til uppgreiðslu vanskila. Er lánþegum þannig stillt upp við vegg og eru tilneyddir að blanda þriðja aðila í skuldamál sín. Sama gildir um lánþega sem af einhverjum ástæðum hafa fengið ofgreidd námslán. Ef þeir geta ekki endurgreitt hina ofgreiddu fjárhæð í eingreiðslu, er gerð krafa um að þeir útvegi ábyrgðarmann á skuldabréf til greiðslu ofgreiddra námslána. Embættið hefur séð dæmi um að ábyrgðarmenn geta sjálfir verið illa staddir fjárhagslega og getur það leitt til vítahrings varðandi skuldbindinguna. Innheimta ætti að vera á forræði hins opinbera Þegar krafa vegna námsláns fer í löginnheimtu þá getur hún verið fljót að hækka vegna innheimtukostnaðar lögmanna og álagningu dráttarvaxta. Við gerð laga um Menntasjóð námsmanna var tekið til skoðunar að opna á þann möguleika að embætti sýslumanna eða Skatturinn tækju að sér verkefni vegna innheimtu námslána og var talið æskilegt að ráðuneytið myndi halda áfram að skoða þær útfærslur við endurskoðun laganna. Innheimtukostnaður vegna vanskila er oft sá hluti sem leggst hvað þyngst á lántakendur sem komnir eru með lán sín í vanskil. Það væri skynsamlegt að endurmeta hvernig haga beri innheimtu námslána og hvort hún eigi að vera hjá einkaaðilum, lögmannsstofum, sem hafa hag af innheimtunni í formi innheimtukostnaðar eða hjá opinberum aðilum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna er tilgreint að lögin skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og bindur embættið vonir við að hugað verði vel að framangreindum athugasemdum við endurskoðun laganna og reglna sem á þeim byggjast. Umbætur á meðferð og innheimtu námslána, bæði gagnvart eldri lánum og lánum teknum í tíð núgildandi laga, eru nauðsynlegar, svo líf fólks sé ekki í heljargreipum vegna gallaðs regluverks. Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun